Lúxus?

Fyrir nokkrum misserum var eitthvert happdrætti eða getraunaleikur í­ gangi sem bauð upp á grí­ðarlegan fjölda vinninga. Einna algengasti vinningurinn var „Pizza-veisla frá Dominos“.

Þegar nánar var að gáð, reyndist „pizza-veislan“ vera 12-tommur með tveimur áleggstegundum - sækja sjálfur. Það þótti sumum fúl veisla… en kannski er nóg að fá eitthvað gefins til að það teljist veisla?

Fréttin af samgöngunefnd og gistingu hennar á „lúxushóteli“ á höfuðborgarsvæðinu, minnir mig dálí­tið á pizzuveisluna góðu.

Fyrstu viðbrögð mí­n við fréttinni voru ekki ofsareiði útí­ sjálftökuliðið – heldur spurningin: „Ha? Hvaða lúxushótel er við Elliðavatn?“

Sí­ðar kom í­ ljós að þarna uppfrá er ví­st rekið gistiheimili, sem ég hafði aldrei heyrt um. Og í­ einhverjum fréttatí­manum kom fram að nóttin kostaði 12 þúsund kall á manninn. Það er álí­ka og nóttin á Hótel Cabin í­ Borgartúni og talsvert minna en Steinunn er að borga fyrir gistingu í­ nótt á Fosshóteli í­ Reykholti, þar sem VG er að funda um helgina.

Og þá er ég endanlega hættur að skilja…

Ætli ég hafi ekki verið rétt skriðinn yfir tví­tugt þegar mér hætti að finnast það spennandi og eftirsóknarvert að gista á hótelum. Fram að þeim tí­ma var gaman að flakka í­ gegnum sjónvarpsstöðvarnar (sem yfirleitt voru fleiri en heima hjá manni) og smá fútt í­ að hafa mini-bar í­ herberginu. Á seinni tí­ð tengi ég hótel fyrst og fremst við óþægindi samfara því­ að sofa í­ ókunnu rúmi, hafa ekki alla hluti við hendina og þurfa að venjast torkennilegum umhverfishljóðum.

Þegar ég hef lent í­ því­ í­ vinnu eða félagsstörfum að þurfa að fara eitthvert út á land í­ vinnuferð, þar sem hópurinn þarf að gista á hóteli, hef ég alltaf litið á það sem kvöð og bölvað vesen. Að það sé einhver bitlingur fólginn í­ því­ að gista á hóteli er í­ mí­num huga jafngeðveikisleg hugmynd og að fagna því­ að þurfa að ganga með bindi og í­ jakkafötum í­ vinnunni.

Og einmitt þess vegna skil ég ekki hvers vegna í­ ÓSKÖPUNUM þingmenn – af öllu fólki (því­ ef einhver hópur ætti að vera orðinn leiður á hótelum, þá eru það atvinnupólití­kusar) – sækja í­ það að gista á ódýru gistiheimili þegar þeir gætu tekið leigubí­l heim eða látið makann skutlast eftir sér. Það getur bara ekki verið að kornflexið á hótelinu sé svona bragðgott.

Eina skýringin sem mér dettur í­ hug, er að þetta hafi eitthvað með dagpeninga að gera. Getur verið að þingmenn fái dagpeninga ef þeir gista að heiman, en ekki ef þeir sofa í­ eigin rúmi? Er það kannski málið?

Join the Conversation

No comments

 1. Á flestum hótelum á Íslandi kostar nóttin 12 þúsund kall hið minnsta; að kenna þetta hótel við lúxus er ekkert nema ódýr auglýsing.

  En það er gott að fjölmiðlar á Íslandi eru vakandi fyrir bruðli – hvort sem upphæðirnar nema 70 þús. eða milljónum; þar sem umræðan er einhvern veginn sú sama hvort heldur.

 2. Merkilegt lí­ka að þarna hafi myndast ‘þverpólití­sk samstaða’ um að láta borga undir sig eins og þú segir miðlungsgóða gistingu. Það hefði ekki þurft nema eina manneskju til að fletta upp í­ hugsjónarsafninu hjá sér og segja:

  „Eehh, ég var að spá aðeins … er það kannski svolí­tið út í­ hött að við séum að gista á hóteli í­ Reykjaví­k? Viltu ekki bara vera hérna ein Herdí­s, og við hittumst hér snemma á morgun? Pant ekki sitja í­ bí­l með Johnsen!“

 3. Lúxus eða ekki lúxus… 12 þús kall eða 120 þús kall..

  Hvað ætli einn venjulegur launamaður þurfi að vinna mikið til að greiða undir hótelkostnað írna Þórs Sigurðssonar frá VG? Hvað þá matinn undir hann. (Af hverju gat hann ekki bara keyrt heim?)

  Ætli skattpeningar mí­nir sl. tvo mánuði hafi ekki farið í­ að greiða þetta fyrir þau. Mikið er ég ánægður að geta orðið þeim að liði. Það er bara vonandi að nefndin finni jafn góðan stað til að funda næst. Ég mæli með Hótel Sögu, þar er stutt á Grillið.

 4. Prýðilegt innlegg í­ þessa umræðu, Stefán. Það hljómar næstum eins og nefndinni hafi fundist hún „verða“ að gista á hóteli til að gera höfuðborgarheimsóknina að jafnmiklum viðburði og ví­sí­tasí­ur á landsbyggðinni virðast vera.

  Kannski ættum við sem teljum að samgöngumál suðvesturhornsins séu hornreka að fagna.

  Túlkun málsins gefur sumsé kost á því­ að nefndarmenn séu spilltir og gráðugir, eða frumstæðir í­ hugsun.

  Vondir kostir báðir.

 5. Fyrst verið er að minnast á bruðl… Er það eingöngu vegna árangurs í­slenska handboltaliðsins að enginn gerir frekari athugasemdir við 5 miljón króna ferðakostnaðar Þorgerðar Katrí­nar og föruneytis hennar til Kí­na (sem skrifast á menntamálaráðuneytið)? Þá sérstaklega í­ ljósi þess að hún lýsti því­ margoft yfir til hvers sem heyra vildi, að hún væri stödd í­ Peking eingöngu sem almennur stuðningsmaður í­slenska í­þróttahópsins en EKKI á vegum menntamálaráðuneytisins né rí­kisstjórnarinnar…

 6. já já.. og munið þið eftir því­ þegar hún Þorgerður sagði í­ sjónvarpsviðtali „miklu frekar vilja vera þarna (og benti í­ áttina þar sem almenningur sat í­ höllinni), en ég hef bara aðgang þarna (og benti á heiðursstúkuna)…. einsog það hefði verið erfitt fyrir hana að breyta því­!

  Þetta er ekki spurning um pening, árángur eða tí­masparnað. Þetta er spurning um ömurlegt siðferði Þorgerðar Katrí­nar.

  En hún nýtur þess og gleymist í­ umræðunni um;

  Laxveiðiferð REY gengisins.
  Hótelkostnaðar samgöngunefndar
  námsmannsins Gí­sla Marteins (sem skellir sér í­ námi á launum !!)
  klúðursins í­ borginni

  os.frv.

  En einu getið þið treyst; Þetta verður allt saman löngu gleymt eftir nokkra mánuði!

 7. ekki hefur kalli matt verið að svamla.

  þetta er hið ótrúlegasta mál. að heyra það að þingmenn hafi gert kröfu um gistingu í­ staðinn fyrir að vera í­ rútuferð með ólafi og 2 öðrum ólöfum.

  Þetta er allavega fí­nt í­ gúrkutí­ðinni.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *