Lúxus?

Fyrir nokkrum misserum var eitthvert happdrætti eða getraunaleikur í­ gangi sem bauð upp á grí­ðarlegan fjölda vinninga. Einna algengasti vinningurinn var „Pizza-veisla frá Dominos“.

Þegar nánar var að gáð, reyndist „pizza-veislan“ vera 12-tommur með tveimur áleggstegundum - sækja sjálfur. Það þótti sumum fúl veisla… en kannski er nóg að fá eitthvað gefins til að það teljist veisla?

Fréttin af samgöngunefnd og gistingu hennar á „lúxushóteli“ á höfuðborgarsvæðinu, minnir mig dálí­tið á pizzuveisluna góðu.

Fyrstu viðbrögð mí­n við fréttinni voru ekki ofsareiði útí­ sjálftökuliðið – heldur spurningin: „Ha? Hvaða lúxushótel er við Elliðavatn?“

Sí­ðar kom í­ ljós að þarna uppfrá er ví­st rekið gistiheimili, sem ég hafði aldrei heyrt um. Og í­ einhverjum fréttatí­manum kom fram að nóttin kostaði 12 þúsund kall á manninn. Það er álí­ka og nóttin á Hótel Cabin í­ Borgartúni og talsvert minna en Steinunn er að borga fyrir gistingu í­ nótt á Fosshóteli í­ Reykholti, þar sem VG er að funda um helgina.

Og þá er ég endanlega hættur að skilja…

Ætli ég hafi ekki verið rétt skriðinn yfir tví­tugt þegar mér hætti að finnast það spennandi og eftirsóknarvert að gista á hótelum. Fram að þeim tí­ma var gaman að flakka í­ gegnum sjónvarpsstöðvarnar (sem yfirleitt voru fleiri en heima hjá manni) og smá fútt í­ að hafa mini-bar í­ herberginu. Á seinni tí­ð tengi ég hótel fyrst og fremst við óþægindi samfara því­ að sofa í­ ókunnu rúmi, hafa ekki alla hluti við hendina og þurfa að venjast torkennilegum umhverfishljóðum.

Þegar ég hef lent í­ því­ í­ vinnu eða félagsstörfum að þurfa að fara eitthvert út á land í­ vinnuferð, þar sem hópurinn þarf að gista á hóteli, hef ég alltaf litið á það sem kvöð og bölvað vesen. Að það sé einhver bitlingur fólginn í­ því­ að gista á hóteli er í­ mí­num huga jafngeðveikisleg hugmynd og að fagna því­ að þurfa að ganga með bindi og í­ jakkafötum í­ vinnunni.

Og einmitt þess vegna skil ég ekki hvers vegna í­ ÓSKÖPUNUM þingmenn – af öllu fólki (því­ ef einhver hópur ætti að vera orðinn leiður á hótelum, þá eru það atvinnupólití­kusar) – sækja í­ það að gista á ódýru gistiheimili þegar þeir gætu tekið leigubí­l heim eða látið makann skutlast eftir sér. Það getur bara ekki verið að kornflexið á hótelinu sé svona bragðgott.

Eina skýringin sem mér dettur í­ hug, er að þetta hafi eitthvað með dagpeninga að gera. Getur verið að þingmenn fái dagpeninga ef þeir gista að heiman, en ekki ef þeir sofa í­ eigin rúmi? Er það kannski málið?