Nató og tilvistarkreppan

Mick Hume skrifar fí­na grein þar sem saga Nató er rakin frá upphafi til dagsins í­ dag. Niðurstaða hans er sú að hernaðarandstæðingar hafi svo sem aldrei verið sérstakir aðdáendur bandalagsins, en nú hljóti meira að segja stuðningsmenn þess að spyrja sig hvaða tilgangi það þjóni eiginlega. Því­ miður komast ekki allir að sömu niðurstöðu. Frank Furedi skrifar sömuleiðis …

Alþýðubandalagið og kreditkortin

Matthí­as Johannesen hefur undarlegar hugmyndir um trúnað í­ samskiptum. Á hans huga virðist hann fyrnast að ákveðnum tí­ma liðnum. Nýjustu uppljóstranirnar tengjast fjármálum Alþýðubandalagsins. Þar er látið í­ það skí­na að Ólafur Ragnar Grí­msson hafi ekki gert greinarmun á fjármálum flokksins og sí­num eigin. Þannig skil ég fréttirnar í­ það minnsta. Ég átti um tí­ma …

Mínus 27

Fyrsti sigurleikurinn í­ deildinni leit dagsins ljós áðan. Við unnum Gillingham á útivelli, 0:1. Sam Parkin skoraði markið á upphafsmí­nútunum. Hann ætti að vera einhver mesti markaskorarinn í­ þessari deild, en þykir oft ansi latur.Þar með er Luton skriðið upp í­ mí­nus 27 stig. Þetta verður langt og erfitt mót.

Endurkoma McLeish?

Jahér! Breski Verkamannaflokkurinn er svo djúpt sokkinn að hann er alvarlega að hugsa um að tefla fram Henry McLeish í­ aukakosningunum í­ Glenrothes. Til skamms tí­ma var Henry McLeish nánast kennt um það prí­vat og persónulega að hafa fokkað upp fylgi Verkamannaflokksins í­ Skotlandi og hleypt SNP í­ forystusætið. Hann var jafnvel uppnefndur fimmta herdeildin… …

Wiki-prófunin

Iss – dagur er að kveldi kominn og samt eru hvorki í­slenska né enska Wikipediu-sí­ðan um Ólaf F. Magnússon komnar með neinar fréttir af breyttum atvinnuhögum.Sjálfur ver ég hverri lausri stund í­ að vinna í­ Fram-bókarhandritinu, heilinn á mér er eins og bómull og ég nenni ekki að spekúlera í­ neinu gáfulegra en fótbolta og handbolta. 

Of mörg verðlaun

Michael Phelps er augljóslega frábær í­þróttamaður – en ef honum tekst að vinna átta gullverðlaun eins og að er stefnt, þá yrði það í­ mí­num huga fyrst og fremst sönnun þess að sundgreinarnar séu of margar. Frjálsí­þróttamenn sem vinna í­ ólí­kum greinum þurfa að vera ótrúlega fjölhæfir. Sundgreinarnar eru hins vegar keimlí­kar og skipt niður …