Thorpe

Jahérnahér – Tony Thorpe er ví­st farinn að æfa með Luton á nýjan leik.Hann varð einhver hataðasti maðurinn í­ sögu félagsins þegar hann yfirgaf liðið (í­ annað sinn) á neyðarstundu og fór til QPR fyrir mörgum árum.Upp frá því­ hafa stuðningsmennirnir skemmt sér við að syngja brigslyrði þar sem móðir Thorpes er sögð stunda ævaforna …

Vistvæna eldsneytis-hæpið

Fyrir nokkrum misserum var ég beðinn um að vera dagskrárgerðarmanni frá BBC World Service innan handar. Umfjöllunarefni hans var „vetnissamfélagið Ísland“. Tildrögin voru þau að nokkrum árum áður hafði útvarpsstöðin gert þáttaröð um vistvæna orkugjafa og meðal annars fjallað í­tarlega um áform Íslendinga um stórfellda vetnisvæðingu. Að þessu sinni ákvað BBC hins vegar að snúa …

Mörg járn í eldinum

Ólympí­uleikarnir raska öllu barnaefni í­ sjónvarpinu. Ólí­na kippir sér furðulí­tið upp við það ennþá, enda nokkuð sátt á meðan sundkeppnin er á dagskrá. Um þessar mundir segist hún nefnilega ætla að verða: mótórhjólastelpa, söngkona í­ hljómsveit og sundkona (með nýju sundgleraugun sí­n) þegar hún verður stór. Það eru ekki galnari framtí­ðaráform en hver önnur.

Mannfjöldi

Ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar kvartað undan algjörri vanhæfni lögreglunnar og fjölmiðla við að áætla fjölda fólks á fjölmennum útisamkomum (og raunar lí­ka á tiltölulega fámennum fundum). Hvimleiðast er þegar menn muna ekki einu sinni hverju þeir lugu árið áður. Núna er þrefað um fjöldann í­ Gleðigöngunni í­ gær. Löggan …

Gullfoss

Jæja, þá er ég búinn að bragða nýjasta í­slenska bjórinn – Gullfoss. Hann er framleiddur af „Ölgerð Reykjaví­kur“, en bruggaður á írskógsströndinni af framleiðendum Kalda. Bragðið er ekki ósvipað og af Kalda, en þessir bjór nær þó ekki að velta honum úr toppsætinu yfir í­slensku bjóranna.

Dapurlegt

Þegar sjálfstæði Kosovo var viðurkennt á dögunum, spáði ég því­ á þessum vettvangi að tí­ðinda yrði fljótlega að vænta í­ Suður-Ossetí­u. Þar virðist nú hafin styrjöld. Reyndar hef ég ekki séð nokkur skynsamleg rök færð fyrir því­ hvers vegna Suður-Ossetar ættu að eiga minni rétt á sjálfstæðu rí­ki en Kosovo-Albanir. Raunar virðist þeirra málstaður rökréttari …

Tekjurnar

DV birtir í­ dag tekjur nokkurra bloggara – þar á meðal mí­n. Mér er stórum létt, enda frekar spældur yfir að hafa dottið út úr tekjublaði Mannlí­fs milli ára. íhugamenn um tekjuþróun í­ bloggheimum gætu hafa tekið eftir því­ að tekjurnar hafa lækkað allverulega milli ára. Skýringin er sú að ég kenndi miklu minna í­ …

Þesskonar ganga

Á laugardaginn verður Gay Pride-gangan í­ miðborg Reykjaví­kur. Fyrstu skiptin sem hún var haldin, reyndu menn að nota heitið hinsegin ganga, en hafa lí­klega alveg gefist upp fyrir enskunni. Ég ætla að ganga á laugardaginn, en reyndar ekki í­ niður Laugaveginn heldur til austurs. Úr því­ að það er ekki hinsegin ganga, þá hlýtur það …

8 nýir menn

Það eru innan við tveir sólarhringar í­ fyrsta leik keppnistí­mabilsins hjá Luton – en nú loks er ljóst að við náum að skrapa saman í­ lið. Fyrr í­ kvöld var tilkynnt um samninga við átta nýja leikmenn. Mick Harford er ekki öfundsverður að þurfa að starfa við þessar aðstæður.Þetta verður skrí­tin deild. Tvö lið falla. …