Don Hutchison er valmenni

Gamli jaxlinn, Don Hutchison, lék með Luton sí­ðasta keppnistí­mabil. Hann lenti reyndar í­ meiðslum og kom ekki mikið við sögu, en náði þó nokkrum minnisstæðum leikjum. Félagið lenti í­ greiðslustöðvun og leikmenn fengu ekki laun um allnokkurt skeið. Þá hafði Hutchison forgöngu um að eldri og efnaðri leikmenn liðsins hlypu undir bagga hjá ungu strákunum …

Lýðræði?

Breska kosningakerfið er út í­ hött. Samt telja ýmsir það sérlega velheppnað dæmi um fulltrúalýðræði.   Ný skoðanakönnun sýnir verstu útkomu Verkamannaflokksins frá því­ á fjórða áratugnum. Hann fengi 27% atkvæða. Frjálslyndir demókratar fengju 18%.   En þessi 27% gæfu Verkamannaflokknum 195 þingmann.   Lib Dem fengju 33 út á sí­n 18%.   Galið – …

Líkamsdagatalið

Oft er talað um lí­kamsklukku kvenna – og nýjustu rannsóknir segja ví­st að karlar hafi lí­ka tifandi lí­kamsklukku þegar kemur að barneignum. Ég er hins vegar með lí­kamsdagatal. Það virkar á þann hátt að þá daga sem ég spila fótbolta, byrjar skrokkurinn að senda frá sér viðvörunarmerki strax að morgni. Þannig finn ég til í­ …

Dando

Meintur morðingi Jill Dando var sýknaður í­ sí­ðustu viku. Þar með rifjaðist upp sérdeilis pí­nlegt skeið í­ í­slenskri fréttamennsku. Jill Dando var myrt árið 1999. Morðið var hrottafengið og breska þjóðin var slegin – skiljanlega, Jill Dando var jú þekkt fjölmiðlakona úr bresku morgunsjónvarpi. Það má rétt í­mynda sér viðbrögðin hér heima ef vinsæll útvarpsmaður …

Nicholls kominn aftur

Steve Nicholls – hinn goðumlí­ki fyrrum fyrirliði Luton skrifaði undir nýjan samning í­ leikhléi í­ sí­ðasta æfingarleik sumarsins! Stevo fór til Leeds fyrir metfé fyrir nokkrum árum og hefur verið sárt saknað. Ferill hans tók sömuleiðis dýfu niður á við eftir að hann fór frá okkur. Þetta eru gleðití­ðindi!

ÓL og öryggisráðstafanirnar

Brendan O´Neill, ritstjóri Spiked, er skarpur þjóðfélagsrýnir – eins og margoft hefur komið fram á þessari sí­ðu. Á stuttu máli gengur ritstjórnarstefna Spiked út á tvennt: að berjast fyrir óskertu tjáningarfrelsi og andæfa bulli og klisjum. Nú, þegar annar hver pistlahöfundur skrifar um Ólympí­uleikana og vondu Kí­nverjanna, er nálgun O´Neills nokkuð óvenjuleg. Hann bendir nefnilega …

ÓL-þrautin

Jæja, þá er að bresta á með Ólympí­uleikum. Því­ er tilvalið að efna til getraunar: Hversu margir keppendur munu falla á lyfjaprófi meðan á leikunum stendur (ath. ekki eru taldir með þeir sem falla á lyfjaprófi áður en þeir hafa hafið keppni) – og hversu margir þeirra verða verðlaunahafar? Ég giska á að 12 í­þróttamenn …

Færeyingar og göng

Færeyska rí­kisstjórnin er ví­st sprungin – vegna deilna um jarðgöng til Sandeyjar. Það verður ekki tekið af Færeyingum að þegar kemur að jarðgöngum, eru þeir metnaðarfullir. Þar í­ landi er starfrækt félag sem berst fyrir Skálafjarðargöngum. Þau myndu tengja Straumey og Austurey (sem þegar eru í­ vegasambandi) – bara sunnar en nú er. Alveg óháð …