Á ljósi nýjustu fregna af fjármálamarkaði legg ég til að Felix Bergsson snúi aftur með sjónvarpsþáttinn sinn: „Fyrirgefðu!“ Mér dettur strax í hug nokkrir bankagúbbar sem mætti stilla fyrir framan myndavélina.
Monthly Archives: september 2008
800 kallinn
Sem unglingur vann ég í tvö sumur sem handlangari í byggingarvinnu. Launin voru greidd inná reikning í Íslandsbanka. Einhversstaðar heima liggur bankabókin – held að það séu 800 krónur inná reikningnum í Glitni Suðurlandsbraut. Spurning hvort maður eigi núna að grafa hana upp og standa fyrir utan útibúið þegar það opnar til að ná í …
Kvikmyndahátíð
Sá mína fyrstu mynd á kvikmyndahátíðinni fyrr í kvöld. Um var að ræða heimsfrumsýningu á heimildarmynd um Badshah Khan – sem er einn mikilvægasti einstaklingurinn í sögu sjálfstæðisbaráttu Indlands en erflestum gleymdur. Skýringin er einna helst sú að hann var Pastúni frá landamærahéruðum Afganistan og Pakistan og var andsnúinn skiptingu Pakistans og Indlands upp í …
Göfugar hvatir
Nýjasta tölvuspamið auglýsir megrunarpillur. Yfirskrift skeytisins er: „Make your fat friends envy you„…þetta er alldeilis göfugt!Â
Heseltine?
Er Sigurjón Þórðarson hinn íslenski Michael Heseltine? …og Jón Magnússon þá væntanlega hinn íslenski John Major?
Bjallan
Einhverra hluta vegna er mér gjörsamlega ómögulegt að skilja kúlið í því fyrir forsætisráðherra ríkis að taka að sér að hringja bjöllu til merkis um að einhver kauphöll loki á virkum degi. Jújú, ég get alveg skilið að það þyki töff fyrir stjórnendur kauphallarinnar að láta mann sem má með góðum vilja segja að sé …
Heppinn
Þegar ég var við nám í Edinborg, bjó ég steinsnar frá aðalmosku múslima í borginni (gott ef ekki þeirri einu). Ég gekk framhjá henni nokkrum sinnum á dag, t.a.m. á leiðinni á bókasafnið og í kennslustundir.Aldrei varð ég fyrir neinni truflun út af þessu… og þó – besti kebab-staður hverfisins lokaði í hádeginu á föstudögum …
Nýtt Traustamál
Mál Dennis Siim, FH-ingsins sem lék um síðustu helgi þrátt fyrir að hafa að öðllu eðlilegu átt að vera í banni, er kostulegt. Það leiðir hugann að einu kunnasta kærumáli íslenskrar knattspyrnusögu, Traustamálinu. Þannig var mál með vexti að Trausti Haraldsson varnarmaður úr Fram var dæmdur í leikbann á fundi aganefndar KSí. Næsti leikur var …
Heilög enskusletta!
Þessi færsla gæti birst í belg og biðu – enda skrifuð í Safari. Eina örugga leiðin til að blogga almennilega úr heimatölvunni með málsgreinaskilum er að nota Firefox. Sem er í skralli hjá mér núna. Firefox er raunar meginefni þessarar færslu… Hvaða apaköttur með orðabók semur textana á íslensku upphafssíðu Firefox? Enskuskotnara gerist orðalagið varla. …
Á vegum úti
ísafjörður var fínn. Reyndar sá ég minnst af bænum, var megnið af tímanum á safnmannafundinum og -partýinu.Sagði hverjum sem heyra vildi að ég væri ættaður að vestan, enda tók langamma á móti 2.000 börnum þarna að talið er.Þegar dagskránni lauk á föstudaginn veðjuðu flestir í hópnum á innanlandsflugið. Það reyndust mistök og sá hluti safnmanna …