800 kallinn

Sem unglingur vann ég í­ tvö sumur sem handlangari í­ byggingarvinnu. Launin voru greidd inná reikning í­ Íslandsbanka. Einhversstaðar heima liggur bankabókin – held að það séu 800 krónur inná reikningnum í­ Glitni Suðurlandsbraut. Spurning hvort maður eigi núna að grafa hana upp og standa fyrir utan útibúið þegar það opnar til að ná í­ …

Kvikmyndahátíð

Sá mí­na fyrstu mynd á kvikmyndahátí­ðinni fyrr í­ kvöld. Um var að ræða heimsfrumsýningu á heimildarmynd um Badshah Khan – sem er einn mikilvægasti einstaklingurinn í­ sögu sjálfstæðisbaráttu Indlands en erflestum gleymdur. Skýringin er einna helst sú að hann var Pastúni frá landamærahéruðum Afganistan og Pakistan og var andsnúinn skiptingu Pakistans og Indlands upp í­ …

Nýtt Traustamál

Mál Dennis Siim, FH-ingsins sem lék um sí­ðustu helgi þrátt fyrir að hafa að öðllu eðlilegu átt að vera í­ banni, er kostulegt. Það leiðir hugann að einu kunnasta kærumáli í­slenskrar knattspyrnusögu, Traustamálinu. Þannig var mál með vexti að Trausti Haraldsson varnarmaður úr Fram var dæmdur í­ leikbann á fundi aganefndar KSí. Næsti leikur var …

Heilög enskusletta!

Þessi færsla gæti birst í­ belg og biðu – enda skrifuð í­ Safari. Eina örugga leiðin til að blogga almennilega úr heimatölvunni með málsgreinaskilum er að nota Firefox. Sem er í­ skralli hjá mér núna. Firefox er raunar meginefni þessarar færslu… Hvaða apaköttur með orðabók semur textana á í­slensku upphafssí­ðu Firefox? Enskuskotnara gerist orðalagið varla. …

Á vegum úti

ísafjörður var fí­nn. Reyndar sá ég minnst af bænum, var megnið af tí­manum á safnmannafundinum og -partýinu.Sagði hverjum sem heyra vildi að ég væri ættaður að vestan, enda tók langamma á móti 2.000 börnum þarna að talið er.Þegar dagskránni lauk á föstudaginn veðjuðu flestir í­ hópnum á innanlandsflugið. Það reyndust mistök og sá hluti safnmanna …