Ný sjónarmið

Fyrir skömmu skrifaði minn gamli fótboltafélagi Grí­mur Atlason mikla bloggfærslu um fólkið sem væri á móti pasta og gerði það að verkum að hann þyrfti að borga geðveikislegar upphæðir fyrir osta, sveppi og góðar pylsur. Þá var hann bæjarstjóri í­ útgerðarplássinu Bolungarví­k (eða nýhættur störfum).

Á morgun hlustaði ég á Grí­m Atlason – nú sem sveitarstjóra í­ landbúnaðarhéraðinu Dalabyggð – ræða um að það gæti svo sem verið að matvælaverð hefði mjakast eitthvað niður á við, en það væri á kostnað þess að nú æðu bara uppi einhverjar verslunarkeðjur sem seldu bara sví­nakjöt og hann gæti ekki einu sinni fengið rollukjöt í­ kjörbúðinni sinni. Jafnframt notaði hann tækifærið til að hrósa í­slenska kúamjólkur-feta ostinum.

Ný sjónarmið á nýjum vinnustað?

…ekki þar fyrir að ég gat eiginlega verið sammála Grí­mi í­ bæði skiptin.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *