Þegar ég er heima hjá mér, fara öll óhrein glös og bollar nokkurn veginn beint í vaskinn og bíða uppþvottar.
Á vinnunni vil ég hins vegar helst drekka úr kaffikrús sem hefur ekki verið þvegin í margar vikur og er komin með fasta skán á botninn.
Gotneskar skáldsögur hafa verið skrifaðar að minna tilefni.