Efnahagsmál

Fyrir nokkrum misserum hélt rí­kisstjórnin blaðamannafund til að koma áleiðis þeim gleðilegu fregnum að rí­kissjóður væri skuldlaus. Þetta var talinn meiriháttar sigur.

Núna er rí­kissjóður að taka stórt erlent lán. Það er lí­ka meiriháttar sigur.

Ef marka má fréttir er það jákvæðasta við þessa lántöku að hún sendir svo góð skilaboð til umheimsins. Eftir því­ sem ég fæ best skilið, þá eru útlendingar lí­klegri til að lána blönkum í­slenskum bönkum úr því­ að írni Matthiesen er lí­ka búinn að fá sér lán.

Ætli þetta virki svipað innan fjölskyldna? Ef mamma og pabbi slá lán út á húsið sitt – eru bankarnir þá lí­klegri til að lána okkur Þóru systur pening? Það hlýtur eiginlega að vera…

Spurning hvort maður eigi að leggja sitt að mörkum og hringja í­ þjónustufulltrúann til að láta hækka yfirdráttinn? Það hlyti að senda jákvæð skilaboð út í­ hagkerfið – ekki satt?