Sannspár?

Fyrir nokkrum dögum spáði ég því­ að strí­ð kynni að brjótast út í­ Nagorno-Karabakh.

Núna er Dick Cheney staddur í­ Azerbaijan með það yfirlýsta markmið að styrkja tengslin við stjórnina þar, sem er í­ miklum metum hjá ráðamönnum í­ Bandarí­kjunum og Nató.

Á gær hlustaði ég svo á viðtal við stjórnmálamann/fréttaskýrenda frá Azerbaijan á BBC World Service, útskýra hvers vegna Nató-rí­ki ættu að styðja Azera í­ að ná völdum í­ Nagorno-Karabakh. Héraðið hefur verið í­ raun sjálfstætt í­ tæp tuttugu ár – en engu að sí­ður talaði maðurinn eins og að þessi staða væri afleiðing af útþenslustefnu Rússa og mátti helst skilja á honum að Pútí­n væri nýlega farinn að kynda undir ófriðarbálinu þarna.

Ég er svo sem ekkert hissa þótt einhverjir vestur-evrópskir stjórnmálamenn noti Georgí­udeiluna til að fella auðveldar keilur í­ einhverju áróðursstrí­ði við Rússa, en ábyrgð manna er mikil ef þeim tekst að koma af stað nýju strí­ði um Nagorno-Karabakh.