Skotar eru mínir menn í HM-riðlinum. (Ekki það að ég sé neinn þjóðníðingur – en kalt mat: Ísland er aldrei að fara að komast áfram og þá vill maður nú heldur Skota en Norðmenn.)Á kvöld lék skoska liðið skynsamlega og vann þrátt fyrir allt frekar sannfærandi sigur. Mikið var hins vegar leiðinlegt að hlusta á endalaust væl íþróttafréttamanna Sjónvarpsins yfir dómaranum. Dómarinn hafði engin áhrif á úrslit leiksins og svona tuð er ekki nokkrum bjóðandi.Lúxemborg vann Sviss á útivelli, sem hlýtur að teljast úrslit kvöldsins.Á Asíu bar helst til tíðinda að Úzbekar töpuðu öðrum leik sínum og virðast ætla að floppa í ár. Það hefði nú verið gaman að sjá þá fara áfram. Qatar er helsti séns sem ný þjóð í úrslitum.Â