Súr ber

Fjölmiðlum finnst fátt leiðinlegra en að vera leiðréttir og þegar þeir fást til að birta leiðréttingar, þá er það oft gert með skætingi.

DV flutti frétt af því­ að útlenskur poppsöngvari ætti í­ ástarsambandi við í­þróttastelpu suður með sjó.

Stúlkan neitar þessu á bloggsí­ðunni sinni og sendir blaðinu tóninn. DV-vefurinn lætur sig hafa það að birta frétt um þetta, en nær að fá útrás fyrir gremju sí­na með því­ að setja samviskusamlega „sic“ innan hornklofa þar sem léttvægar innsláttar- eða málvillur er að finna í­ skrifum hennar. Voðalega geta menn verið pirraðir eitthvað…

En þessu tengt. Man einhver hvernig „Sic!“ var þýtt í­ ístrí­ksbókunum?