Á vegum úti

ísafjörður var fí­nn. Reyndar sá ég minnst af bænum, var megnið af tí­manum á safnmannafundinum og -partýinu.Sagði hverjum sem heyra vildi að ég væri ættaður að vestan, enda tók langamma á móti 2.000 börnum þarna að talið er.Þegar dagskránni lauk á föstudaginn veðjuðu flestir í­ hópnum á innanlandsflugið. Það reyndust mistök og sá hluti safnmanna fékk aukanótt fyrir vestan.Ég treysti ekki veðrinu og þáði á sí­ðustu stundu boð um bí­lfar í­ bæinn, með Ragnheiði Erlu Bjarnadóttur. Það er ekki amalegt að fá slí­kan leiðsögumann. Landafræðikunnátta Ragnheiðar Erlu er með ólí­kindum og fáir slá henni við í­ þekkingu á kirkjum landsins.Â