Nýtt Traustamál

Mál Dennis Siim, FH-ingsins sem lék um sí­ðustu helgi þrátt fyrir að hafa að öðllu eðlilegu átt að vera í­ banni, er kostulegt.

Það leiðir hugann að einu kunnasta kærumáli í­slenskrar knattspyrnusögu, Traustamálinu.

Þannig var mál með vexti að Trausti Haraldsson varnarmaður úr Fram var dæmdur í­ leikbann á fundi aganefndar KSí. Næsti leikur var undanúrslitaleikur Fram í­ bikarkeppninni. Framarar vissu mætavel af leikbannsdóminum, en höfðu ekki fengið um hann formlega tilkynningu. Því­ hittist stjórn knattspyrnudeildar á fundi og ákvað að tefla Trausta fram í­ leiknum.

Framarar unnu og komust í­ bikarúrslitin. Andstæðingarnir urðu foxillir og kærðu leikinn. Endanleg úrslit þess kærumáls lágu ekki fyrir fyrr en daginn fyrir sjálfan bikarúrslitaleikinn sem var því­ í­ nokkru uppnámi. Fram vann kærumálið.

Og hverjir voru hinir svekktu andstæðingar Framara í­ Traustamálinu? Jú, auðvitað FH-ingar. Segið svo að Hafnfirðingar geti ekki lært af sögunni!