Heppinn

Þegar ég var við nám í­ Edinborg, bjó ég steinsnar frá aðalmosku múslima í­ borginni (gott ef ekki þeirri einu). Ég gekk framhjá henni nokkrum sinnum á dag, t.a.m. á leiðinni á bókasafnið og í­ kennslustundir.Aldrei varð ég fyrir neinni truflun út af þessu… og þó – besti kebab-staður hverfisins lokaði í­ hádeginu á föstudögum vegna bænahalds.Ég hef greinilega verið grí­ðarlega heppinn. Ef marka má liðið sem hringir inn sí­matí­ma útvarpstöðvanna er það nefnilega helví­ti á jörðu að búa nálægt mosku – með sí­felldum truflunum, áreiti og hávaða.Â