Bjallan

Einhverra hluta vegna er mér gjörsamlega ómögulegt að skilja kúlið í­ því­ fyrir forsætisráðherra rí­kis að taka að sér að hringja bjöllu til merkis um að einhver kauphöll loki á virkum degi.

Jújú, ég get alveg skilið að það þyki töff fyrir stjórnendur kauphallarinnar að láta mann sem má með góðum vilja segja að sé frægur hringja bjöllu. – Svona á sama hátt og það er töff í­ huga soldánsins í­ Brunei að láta Elton John spila á flygil inni í­ lyftunni, frekar en að leika lyftutónlistina af bandi…

…en hvað í­ hverju felst aðdráttaraflið fyrir stjórnmálamanninn?