Kvikmyndahátíð

Sá mí­na fyrstu mynd á kvikmyndahátí­ðinni fyrr í­ kvöld. Um var að ræða heimsfrumsýningu á heimildarmynd um Badshah Khan – sem er einn mikilvægasti einstaklingurinn í­ sögu sjálfstæðisbaráttu Indlands en erflestum gleymdur. Skýringin er einna helst sú að hann var Pastúni frá landamærahéruðum Afganistan og Pakistan og var andsnúinn skiptingu Pakistans og Indlands upp í­ tvö rí­ki.Myndin var frábær og sérstaklega áhugavert að sjá mynd með svona sterkum friðarboðskap um mann sem hafnaði ofbeldi í­ pólití­skri baráttu sinni þrátt fyrir að koma frá svæði sem flestir tengja í­ dag við átök og hernaðarhyggju.Á morgun er svo áhugaverð mynd um 68-kynslóðina á dagskránni í­ Iðnó kl. 17:30.# # # # # # # # # # # # #Frábæru sumri er lokið hjá Fram. Þorvaldur Örlygsson er búinn að gera stórkostlega hluti með liðið.Þá er bara að vona að við fáum skemmtileg ferðalög í­ Evrópukeppninni á næsta ári. Hópferð til Hví­ta-Rússlands væri ekki amaleg!