Á kvöld syngjum við Framarar „Ligga-ligga-lá“ (nema þeir Framarar sem eru á leikskólaaldri – þeir söngla væntanlega „Na-nana-gúgú“, eins og er víst móðins núna). Minnugir loka Íslandsmótsins fyrir þremur árum – þegar FH-ingarnir sendu okkur niður um deild, þá var sérstaklega ljúft að því sem næst svipta FH Íslandsmeistaratitlinum. Og ekki er leiðinlegra að fara …
Monthly Archives: september 2008
Myndaleit
Ég hef aldrei skilið almennilega í þeim þjóðfélagshópi sem hefur það að sínu aðalverkefni að snuðra uppi ljósmyndir í bækur fyrir aðra.Eftir daginn í dag skil ég þetta miklu betur.Heimsókn í grunnskóla, á skjalasafn, fjögur símtöl og þrír tölvupóstur… og loks náði ég að safna saman nöfnunum á öllum börnunum á tveimur myndum af blakliðum …
Ísafjörður
Á miðvikudagsmorguninn fer ég til ísafjarðar á safnmannaþing. Þar með missi ég af leik Fram og FH, þar sem Framarar munu vinna frægan sigur.Nema… leikurinn verður reyndar í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Þá er spurningin – er sportbar á ísafirði þar sem vænta mætti að hægt væri að horfa á leikinn? íbendingar óskast í …
Nýjasti liðsmaðurinn
Það var stór dagur í dag. Ólína mætti í fyrsta tímann í íþróttaskóla Fram og gat tilkynnt afa sínum seinna um daginn að hún væri orðin Framari. Hún var hæstánægð með æfinguna og var strax búin að má út minninguna um eitt og annað – s.s. þegar hún fór að háskæla yfir að vera klukkuð …
Lestu þetta!
Þessa góðu færslu eftir Birgittu Jónsdóttur ættu allir að lesa. Raunar finnst mér næstum því að það ætti að setja lög sem banna vitleysingum að tjá sig á netinu um málefni hælisleitenda nema viðkomandi hafi lesið þessa færslu. Ekki að það muni hjálpa mikið – sumum er varla viðbjargandi.
Aumkunarvert
DV.is fjallar um mótmæli gegn framgöngu lögreglunnar á Suðurnesjum. „Á dag mótmæltu hælisleitendur fyrir utan lögreglustöðina í Keflavík og héldu þar á borðum en á einum stóð: „Skallagrímur, A refugee too!“ Það sem þykir þó skrítið er að nokkrir meðlimir samtakana Saving Iceland tóku þátt í mótmælunum – ekki liggur fyrir hvernig meðlimir samtakana tengjast …
Súr ber
Fjölmiðlum finnst fátt leiðinlegra en að vera leiðréttir og þegar þeir fást til að birta leiðréttingar, þá er það oft gert með skætingi. DV flutti frétt af því að útlenskur poppsöngvari ætti í ástarsambandi við íþróttastelpu suður með sjó. Stúlkan neitar þessu á bloggsíðunni sinni og sendir blaðinu tóninn. DV-vefurinn lætur sig hafa það að …
Heppilega kreppan
Kreppur eru ömurlegar. Fullt af fólki fær á baukinn og tapar miklu fé. Sumir geta samt farið vel út úr kreppum…Knattspyrnufélagið Fram er að draga langa stráið í núverandi kreppu. Samningur þess við Reykjavíkurborg um uppbyggingu í Úlfarsárdal var gerður í blússandi góðæri síðasta vor. Allar tölur í samningnum tóku mið af því og dagsetningar …
Útsýni
Á 24 stundum er sagt frá næsta kirkjugarði Reykvíkinga. Hann verður settur í norðurhlíðar Úlfarsfells með útsýni yfir Sundin og til Esjunnar. Er það ekki dálítið sérstök hugsun að velja kirkjugarði stað þar sem útsýni er mikið? Væri ekki nær að koma slíkum garði fyrir í einhverri kvos þar sem gróðursæld er mikil?
Skynsamir Skotar
Skotar eru mínir menn í HM-riðlinum. (Ekki það að ég sé neinn þjóðníðingur – en kalt mat: Ísland er aldrei að fara að komast áfram og þá vill maður nú heldur Skota en Norðmenn.)Á kvöld lék skoska liðið skynsamlega og vann þrátt fyrir allt frekar sannfærandi sigur. Mikið var hins vegar leiðinlegt að hlusta á …