Hvernig sannfærir hópur eðlisfræðinga stjórnmálamenn um að setja milljón-billjón-skrilljónir í eðlisfræðitilraun sem á að svara spurningum sem enginn skilur nema hann sé með þrjú doktorspróf? …væntanlega með gömlu, góðu aðferðinni: að láta í það skína að þekkingin muni gagnast við að framleiða vopn í framtíðinni.
Monthly Archives: september 2008
Villta vinstrið
Vef-Þjóðviljinn skrifar um íbúðalánasjóðina bandarísku og björgunaraðgerðir stjórnvalda vestra. Á framhjáhlaupi er Barney Frank nefndur til sögunnar og hann sagður hluti af „villta vinstrinu“. „Villta vinstrið“ er þekkt hugtak í stjórnmálum. Sjálfur þekki ég fjölda fólks sem fellur undir þessa skilgreiningu hér heima. En merkilegt finnst mér þó að lesa pólitískt vefrit á Íslandi (þótt …
Á hlaupum
Það er búið að vera mjög annríkt hjá mér síðustu daga og ég hef eiginlega ekkert gefið mér tíma til að fylgjast með fréttum. Þó sá ég á hlaupum í gær á Stöð 2 e-ð um að 25 palestínskar konur og börn væru á leiðinni upp á Skaga. Svo var viðtal við Magnús Þór Hafsteinsson …
Zzzz…
Þegar ég var í MR, var alltaf nokkuð um að nemendur (eiginlega bara strákar), tækju upp á því að skrifa með zetu. Þetta þótti sumum ægilega fínt og töff. Ekki veit ég hvers vegna. Verra var að í langflestum tilvikum kunnu þessir spjátrungar ekki að beita z-reglunum rétt. Það er fátt hallærislegra en fólk sem …
Dýrafræði
Egill Helgason rekur raunir sínar í þessari bloggfærslu. Hann var að spóka sig í nýju, fínu skyrtunni sinni þegar mávur skeit á hann. íður hefur Egill lýst því að mávur hafi reynt að henda rækjusamloku í hausinn á honum. Hvað segir wikipedia um málið? Jú: Gulls—the larger species in particular—are resourceful and highly intelligent birds, …
Þorpið
Móðir þín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í heiminn, en þorpið fer með þér alla leið. (Jón úr Vör) Það er ekki auðvelt að vera íslensk ofurstjarna. Þegar Madonna og Bono hitta Björk í partýi og spyrja hana hvað hún sé að sýsla um þessar mundir – hvað ætli þeim …
West Ham og Mannlíf
Á Mannlífsvefnum má lesa slúðurmola um West Ham: „Frank Rikkjard og Mancini munu ekki hafa rétta hugarfarið til að ganga til liðs við West Ham, telja sig stærri og meiri en félagið.“ Muu… er herra „Rikkjard“ bara með stæla og þykist of fínn til að vilja þjálfa West Ham? Hvílíkur labbakútur! Hann er kannski líka …
Áróðursstríð á fótboltavellinum
Norður-Kórea er skrítið ríki. Á orði kveðnu á það að heita í stríði við granna sína í suðri, en á sama tíma má færa fyrir því rök að efnahagslegur stuðningur sunnanmanna haldi landinu á floti. Á íþróttasviðinu eiga Norður- og Suður-Kóreumenn einnig í afar sérkennilegu sambandi. ímist koma ríkin fram sem ein heild (eins og …
Látlaus?
Útför Sigurbjarnar Einarssonar var eflaust ákaflega falleg. Hún var líka örugglega mjög tilfinningaþrungin fyrir fjölda fólks – sem jafnvel hitti biskupinn aldrei í eigin persónu. En hvers vegna þurfa allir fjölmiðlar að segja að hún hafi verið látlaus? Athöfnin var í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Kirkjan var full af fyrirmennum. Það var búið að koma …
Aðskilnaðurinn
Tony Blair var tíðrætt um að sagan myndi dæma hann (öðrum leist reyndar betur á hefðbundna dómstóla). Á fljótu bragði er þó erfitt að sjá fyrir hvað Blair gerir sér vonir um að fá uppreist æru? Afrek hans felast helst í því að vera þaulsetinn. Það er mjög erfitt að benda á einhver afmörkuð dæmi …