Vísindalegur metnaður

Hvernig sannfærir hópur eðlisfræðinga stjórnmálamenn um að setja milljón-billjón-skrilljónir í­ eðlisfræðitilraun sem á að svara spurningum sem enginn skilur nema hann sé með þrjú doktorspróf? …væntanlega með gömlu, góðu aðferðinni: að láta í­ það skí­na að þekkingin muni gagnast við að framleiða vopn í­ framtí­ðinni.

Villta vinstrið

Vef-Þjóðviljinn skrifar um í­búðalánasjóðina bandarí­sku og björgunaraðgerðir stjórnvalda vestra. Á framhjáhlaupi er Barney Frank nefndur til sögunnar og hann sagður hluti af „villta vinstrinu“. „Villta vinstrið“ er þekkt hugtak í­ stjórnmálum. Sjálfur þekki ég fjölda fólks sem fellur undir þessa skilgreiningu hér heima. En merkilegt finnst mér þó að lesa pólití­skt vefrit á Íslandi (þótt …

Á hlaupum

Það er búið að vera mjög annrí­kt hjá mér sí­ðustu daga og ég hef eiginlega ekkert gefið mér tí­ma til að fylgjast með fréttum. Þó sá ég á hlaupum í­ gær á Stöð 2 e-ð um að 25 palestí­nskar konur og börn væru á leiðinni upp á Skaga. Svo var viðtal við Magnús Þór Hafsteinsson …

Zzzz…

Þegar ég var í­ MR, var alltaf nokkuð um að nemendur (eiginlega bara strákar), tækju upp á því­ að skrifa með zetu. Þetta þótti sumum ægilega fí­nt og töff. Ekki veit ég hvers vegna. Verra var að í­ langflestum tilvikum kunnu þessir spjátrungar ekki að beita z-reglunum rétt. Það er fátt hallærislegra en fólk sem …

Dýrafræði

Egill Helgason rekur raunir sí­nar í­ þessari bloggfærslu. Hann var að spóka sig í­ nýju, fí­nu skyrtunni sinni þegar mávur skeit á hann. íður hefur Egill lýst því­ að mávur hafi reynt að henda rækjusamloku í­ hausinn á honum. Hvað segir wikipedia um málið? Jú: Gulls—the larger species in particular—are resourceful and highly intelligent birds, …

Þorpið

Móðir þí­n fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í­ heiminn, en þorpið fer með þér alla leið. (Jón úr Vör) Það er ekki auðvelt að vera í­slensk ofurstjarna. Þegar Madonna og Bono hitta Björk í­ partýi og spyrja hana hvað hún sé að sýsla um þessar mundir – hvað ætli þeim …

Áróðursstríð á fótboltavellinum

Norður-Kórea er skrí­tið rí­ki. Á orði kveðnu á það að heita í­ strí­ði við granna sí­na í­ suðri, en á sama tí­ma má færa fyrir því­ rök að efnahagslegur stuðningur sunnanmanna haldi landinu á floti. Á í­þróttasviðinu eiga Norður- og Suður-Kóreumenn einnig í­ afar sérkennilegu sambandi. ímist koma rí­kin fram sem ein heild (eins og …

Látlaus?

Útför Sigurbjarnar Einarssonar var eflaust ákaflega falleg. Hún var lí­ka örugglega mjög tilfinningaþrungin fyrir fjölda fólks – sem jafnvel hitti biskupinn aldrei í­ eigin persónu. En hvers vegna þurfa allir fjölmiðlar að segja að hún hafi verið látlaus? Athöfnin var í­ beinni útsendingu í­ sjónvarpinu. Kirkjan var full af fyrirmennum. Það var búið að koma …