írmann Jakobsson finnur að því að RÚV dragi taum ríkisstjórnarinnar með því að fá fulltrúa beggja ríkisstjórnarflokkanna í Kastljósið til að ræða stöðu stjórnarinnar. Hér verður hins vegar að hafa í huga að fulltrúarnir voru Hannes Hólmsteinn og Karl Th. Birgisson… Mér finnst þetta nú frekar lykta af samsæri kommúnista!
Monthly Archives: október 2008
Stuðningsyfirlýsingar
Allir sem fylgjast með fótbolta vita að það er koss dauðans fyrir þjálfara þegar stjórn viðkomandi félags sendir frá sér stuðningsyfirlýsingu. Þá er tímabært fyrir þjálfarann að fara að taka til á skrifborðinu. … Núna keppast hagfræðigúrúin við að lýsa því yfir að kapítalisminn hafi aldrei staðið betur og framtíð hans sé björt…
Skyldu bátar mínir sigla í dag?
– eða öllu heldur: skyldi Íslandsflug ná að fljúga með mig vestur á ísafjörð? Morgunflugið var blásið af vegna veðurs. Á morgun kl. 16 er nefnilega auglýstur fundur Samtaka hernaðarandstæðinga í Edinborg á ísafirði.
Ekki boðlegt
Jújú, auðvitað er það frábært að íslenska kvennalandsliðið sé komið í úrslit EM. Því fagna allir góðir menn. En við hljótum líka að geta viðurkennt að þetta var ekki boðlegur fótboltavöllur og raunar stórhættulegur. Ef þetta hefði verið í karlaflokki getum við sveiað okkur uppá á að Ísland hefði misst heimaleikjaréttinn og verið skikkað til …
Vakan
Um helgina verður haldin mikil dagskrá að Elliðavatnsbænum helguð minningu Einars Ben. Orkuveitan kemur að samkomunni, en ég verð fjarri góðu gamni. Dagskráin heitir Einars vaka Ben. Fínn titill – en samt get ég ekki stillt mig um að hugsa hvort betra hefði verið að nota titilinn: Einar s-vaka Ben!
Heræfingarnar
Það þurfti efnahagshrun til að stjórnvöld sæju að sér varðandi þetta heræfingarugl. Hér er grein um málið. Annars mæli ég með þessum matseðli…
Ósabotnar
Leit heim á Mánagötuna í dag. Framkvæmdunum er alveg að fara að ljúka og ekki vonum fyrr. Það er hvimleitt að þurfa að búa í nærri þrjár vikur að heiman. En eftir stendur glæsilegt barnaherbergi og gríðarlegt hillupláss. Við undirbúninginn tókum við mið af því að framtíðarkaupendur þyrftu ekki að hafa mikið fyrir að rífa …
Frestað
Urr! Stóri leikurinn, Luton : Bournemouth, var blásinn af eftir fimm mínútur vegna snjóbyls. Hvílíkt antíklímax! Þá er ekki annað að gera en að fylgjast með úrslitum annarra leikja. Þau virðast svo sem ætla að verða neitt til að hrópa húrra fyrir. Stuðningsmenn Bournemouth mega vera svekktir. Á annað sinn á þremur árum neyðumst við …
Sagnir
Ég vakti athygli á nýjasta hefti Sagna, tímarits sagnfræðinema um daginn. Svo fór ég að skoða blaðið betur og las m.a. grein Kristínar Svövu Tómasdóttur. Á ljós kom að þessi síða er þar notuð sem veigamikil heimild – eða öllu heldur svarar Kristín Svava í greininni einu og öðru af því sem Guðmundur Andri Thorsson …
Hissa?
Jæja, þá er búið að hækka vextina. Manni sýnist á viðbrögðum í bloggheimum að sumir séu undrandi á þeirri ákvörðun. Það er líklega fólkið sem hélt að forstjóri IMF væri rauðklæddur, byggi í Lapplandi og flygi um loftin blá á hreindýrasleða. Þeir sem aðeins höfðu haft fyrir því að kynna sér málin eru hins vegar …