Stuðningsyfirlýsingar

Allir sem fylgjast með fótbolta vita að það er koss dauðans fyrir þjálfara þegar stjórn viðkomandi félags sendir frá sér stuðningsyfirlýsingu. Þá er tí­mabært fyrir þjálfarann að fara að taka til á skrifborðinu. … Núna keppast hagfræðigúrúin við að lýsa því­ yfir að kapí­talisminn hafi aldrei staðið betur og framtí­ð hans sé björt…

Ekki boðlegt

Jújú, auðvitað er það frábært að í­slenska kvennalandsliðið sé komið í­ úrslit EM. Því­ fagna allir góðir menn. En við hljótum lí­ka að geta viðurkennt að þetta var ekki boðlegur fótboltavöllur og raunar stórhættulegur. Ef þetta hefði verið í­ karlaflokki getum við sveiað okkur uppá á að Ísland hefði misst heimaleikjaréttinn og verið skikkað til …

Vakan

Um helgina verður haldin mikil dagskrá að Elliðavatnsbænum helguð minningu Einars Ben. Orkuveitan kemur að samkomunni, en ég verð fjarri góðu gamni. Dagskráin heitir Einars vaka Ben. Fí­nn titill – en samt get ég ekki stillt mig um að hugsa hvort betra hefði verið að nota titilinn: Einar s-vaka Ben!

Ósabotnar

Leit heim á Mánagötuna í­ dag. Framkvæmdunum er alveg að fara að ljúka og ekki vonum fyrr. Það er hvimleitt að þurfa að búa í­ nærri þrjár vikur að heiman. En eftir stendur glæsilegt barnaherbergi og grí­ðarlegt hillupláss. Við undirbúninginn tókum við mið af því­ að framtí­ðarkaupendur þyrftu ekki að hafa mikið fyrir að rí­fa …

Frestað

Urr! Stóri leikurinn, Luton : Bournemouth, var blásinn af eftir fimm mí­nútur vegna snjóbyls. Hví­lí­kt antí­klí­max! Þá er ekki annað að gera en að fylgjast með úrslitum annarra leikja. Þau virðast svo sem ætla að verða neitt til að hrópa húrra fyrir. Stuðningsmenn Bournemouth mega vera svekktir. Á annað sinn á þremur árum neyðumst við …