Þjóðstjórn hvað?

Á forsí­ðu Fréttablaðsins er stungið upp á myndun „þjóðstjórnar“ og Seðlabankastjóri borinn fyrir hugmyndinni. Á leiðinni er getið um að einu sinni hafi það gerst að þjóðstjórn hafi verið mynduð hérlendis – ráðuneyti Hermanns Jónassonar 1939.

Sá sagnfræðilegi fróðleikur segir okkur þó ekki mikið – nema hann bendir jú á takmarkanir hugtaka og skilgreininga.

Hvers vegna er stjórnin frá 1939 sögð „þjóðstjórn“ en ekki t.d. stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar frá 1947-49, sem þó innihélt sömu stjórnarflokka (alla nema Sósí­alistaflokkinn)? Hafði eitthvað það breyst á þessum átta árum sem liðin voru sem gerði það að verkum að stjórn án þátttöku Sósí­alistaflokksins gat ekki lengur kallast þjóðstjórn?

Af hverju köllum við ekki Nýsköpunarstjórnina „þjóðstjórn“? Þar sátu jú þrí­r flokkar, en einn – Framsóknarflokkurinn – var utan stjórnar.

Mætti ekki jafnvel kalla rí­kisstjórn Þorsteins Pálssonar þjóðstjórn? Hún hafði nú góðan meirihluta og þrjá flokka innanborðs…

Nei – ástæða þess að stjórnin 1939 fær að heita „þjóðstjórn“ er sú að hún kallaði sig sjálf þessu nafni og Sósí­alistaflokkurinn amaðist ekki við því­ – heldur notaði það sem skammaryrði. Þannig fjallaði Þjóðviljinn í­trekað um „þjóðstjórnarí­haldið“. Auðvitað fólst ekki í­ því­ nein viðurkenning á að þessi tiltekna rí­kisstjórn væri öðrum fremur rí­kisstjórn þjóðarinnar allrar, ekki frekar en andstæðingar Viðreisnarstjórnarinnar teldu hana sérstaklega til viðreisnar fallna þótt þeir féllust á að nota nafnið.

En er hægt að kalla rí­kisstjórnina 1939 „þjóðstjórn“ í­ þeirri merkingu sem Seðlabankastjóri virðist gera? Nei, trauðla. Þótt þingstyrkur stjórnarinnar væri ærinn, þá var Sósí­alistaflokkurinn þar sterkur á ýmsum sviðum þjóðlí­fsins – sérstaklega í­ verkalýðshreyfingunni – að tómt mál var að tala um eiginlega „þjóðstjórn“. Enda má ljóst vera Þjóðviljamenn hefðu aldrei fellt sig við að kalla rí­kisstjórnina þessu nafni ef ekki hefði verið ljóst að um innantómt áróðursheiti væri að ræða.