Mínus átján

Jafntefli á útivelli í­ dag gegn Bradford. Það hefði nú mátt vera betra.

Við höfum bara tólf stig eftir ní­u umferðir, sem þýðir mí­nus átján stig núna. Þetta er alls ekki nógu gott.

Grimsby (þrjú stig) og Barnet og Port Vale (sjö stig) eru þau lið sem hafa staðið sig verst til þessa. Það þýðir að Luton er 25 stigum frá öruggu sæti – og komið fram í­ október… Fjandinn!

Gott ef næsti leikur er ekki í­ Hörpu-Sjafnar bikarnum á þriðjudaginn.