En hvað með Tryggva?

Stundum skil ég ekki fréttamat í­slenskra fjölmiðla.

Allt er í­ steik. Fullt af fólki óttast að missa vinnuna, húsið, bí­linn…

Og samt virðist ægilega mikil orka fréttamanna fara í­ vangaveltur um hvort Tryggvi Herbertsson og Geir Haarde hafi skilið í­ góðu og séu ennþá vinir…

OK – nú er lí­klegast að það sé einhver djúsí­ kjaftasaga sem gangi á kaffistofum blaðanna (sem er reyndar bara ein kaffistofa á þessum sí­ðustu og verstu.) Kannski slógust þeir á göngum Stjórnarráðsins og annar endaði á að skí­ta á skrifborð hins… en þá eiga blaðamennirnir annað hvort að láta söguna gossa frekar en að þrástagast á þessum hálfkveðnu ví­sum.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld var bræðrabylta. Liðin okkar Bryndí­sar Zoí«ga, Luton og Grimsby mættust í­ ýsubænum. Lokatölur urðu 2:2. Jöfnunarmarkið kom í­ uppbótartí­ma, þar sem Thomas Craddock skoraði í­ uppbótartí­ma. Sá sem lagði upp markið, Jordan Patrick, hafði komið inná skömmu áður. Hann er sextán ára og fjögurra daga og þar með yngsti leikmaðurinn í­ sögu félagsins.

Auðvitað var betra að fá eitt stig en ekki neitt. Því­ er hins vegar ekki að neita að róðurinn er rosalega þungur. Eftir tólf umferðir af 46, eru aðeins þrettán stig komin í­ hús. Það þýðir mí­nus sautján stig.

Við erum því­ 26 stigum frá liðinu sem unnið hefur sér inn næstfæst stig (tvö lið falla). Það þýðir að í­ 12 leikjum höfum við bara dregið 4 stig á andstæðingana og þurfum að brúa 26 stiga bilið í­ 34 leikjum. Það er djöfull mikið.

Næst er það Bury á Gigg Lane. Það er ekki amalegt nafn á heimavelli.