Altrincham

Góð helgi í­ fótboltanum. Luton vann góðan útisigur gegn Bury, 1:2.

Á þriðjudaginn er svo stærsti leikur tí­mabilsins til þessa – Bournemouth á heimavelli. Þar mætast botnliðin tvö.

Á dag var svo dregið í­ fyrstu umferðina í­ enska bikarnum. Mótherjarnir eru Altrincham FC á heimavelli.

Einu sinni átti ég plakat með Altrincham. Það hefur væntanlega birst í­ Match eða Shoot eftir að liðið sigraði Bormingham á útivelli í­ bikarnum 85 eða 86. Það þótti einstakt afrek að utandeildarlið ynni útileik gegn liði úr efstu eða næstefstu deild.

– ég þarf að fara að leita að gamla plakatasafninu mí­nu…