Jahérna.
Ekki átti ég von á að sjá svona skrif frá varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins.
En við andstæðingar heræfinga tökum öllum nýjum liðsmönnum fagnandi.
# # # # # # # # # # # # # #
Fyrir helgi fékk ég Sagnir, tímarit sagnfræðinema sent heim. Við fyrstu sýn lítur það bara prýðisvel út og mikið af áhugaverðu efni.
Þegar við vorum í Norðurlandasamstarfi sagnfræðinema þótti skandinövunum mikið til Sagna koma. Það er ekki venjulegt að háskólastúdentar stand fyrir svona metnaðarfullri tímaritaútgáfu.
Sagnir verða væntanlega seldar í öllum betri bókabúðum.