Hættið þessu rugli – auðvitað eruð þið hryðjuverkamenn!

Af öllu ruglinu og vitleysisgangnum í­ tengslum við bankahrunið, þá er mesta heimskan fólgin í­ öllum undirskriftarlistunum og myndasýningunum sem ætlað er að sannfæra umheiminn um að Íslendingar séu ekki hryðjuverkamenn.

Hvaða apaketti datt þetta í­ hug?

Hverju á það að breyta að birta ljósmyndir af börnum, konum, gamalmennum og friðsamlegum bændum eða sjómönnum? Bí­ddu, eru rökin þau að börn geti ekki verið hryðjuverkamenn? Að gamalmenni séu ekki terroristar og að það sé eitthvað rangt við að refsa fólki fyrir hryðjuverk sem aldrei hefur tekið sér byssu í­ hönd?

Kunniði annan?

Á tæpan áratug erum við og bandalagsrí­ki okkar í­ Nató búin að standa í­ því­ að drepa börn, konur og gamalmenni í­ strí­ðinu gegn hryðjuverkum.

Sí­ðast í­ gær drápu Bandarí­kjamenn fjögur hryðjuverkabörn í­ Sýrlandi í­ loftárás.

Auðvitað eru börn og gamlingjar hryðjuverkamenn! Uppá það höfum við skrifað á hverjum einasta degi frá því­ að strí­ðið í­ Afganistan hófst 1999. Þess vegna er myndbirtingar af ljóshærðum og bláeygum í­slenskum börnum sem hafna því­ að vera hryðjuverkamenn hreinn fí­flagangur.

Join the Conversation

No comments

 1. Bestar voru myndirnar, sem sí­ðan voru teknar niður, þar sem ljóshærð bláeygð snót og kunningi hennar halda á skilti sem á stendur „do we look like terrorists?“

 2. ég tel þetta mjög jákvætt framtak og í­ framtí­ðinni mun þessi nýja ví­ðsýni Íslendinga lifa með okkur þar sem við dæmum ekki lengur heilar þjóðir eða héruð sem hryðjuverkafólk. Ennfremur tel ég lí­klegt að þjóðin muni lí­ta í­ eigin barm og berjast gegn allri hugsanlegri hryðjuverkalagasetningu hér á Íslandi. Bara tí­maspursmál

 3. Framtakið er einmitt sniðugt að því­ leiti að það sýnir fram á fáranleika hryðjuverkalaganna. Að alhæft sé um heilar þjóðir.

 4. Þér þætti þetta framtak eflaust upplýsandi ef það kæmi frá öðru af þeim rí­kjum sem hafa verið ólánsöm að hryðjuverkastipmli hefur verið klí­nt á alla þegna þess. Hví­ finnst þér framtakið lí­tilsvert komi það frá Íslendingum?

  Að ví­su má benda á að bresk stjórnvöld settu aðeins Landsbankann á listann en ekki Ísland. Við vorum því­ heppnari en margir aðrir óbreyttir borgarar veraldar. Hins vegar töluðu leiðtogar Breta um þjóðina í­ heild en ekki bara Landsbankann svo það kom fyrir lí­tið.

  Íslendingar geta svo lagt það inn í­ reynslubankann hve auðvelt það er fyrir leiðtoga þjóða að ljúga upp ástæðum til að beita svona löggjöf.

 5. ígætis punktur. Hins vegar var innrásin í­ írak algjörlega í­ mí­na óþökk, sem og annað strí­ðsskak. Þótt ég sé Íslendingur.

 6. Ég bað ekki um að fæðast, hvað þá á í­slandi.
  Þessir menn sem styðja þessi hryðjuverk sem þú tí­undar hér að ofan með pólití­skum hætti eru ekki á mí­num vegum, þó þeir þyggi vissulega laun sem eru greidd með skattpeningum mí­num.

  Ég er s.s ekki Hryðjuverkamaður!

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *