Sjoppulegt

Heimasí­ða Háskólans var stokkuð upp á dögunum. Það má deila um hversu mikið framfaraspor það var.

En á nýju sí­ðunni er kominn óskaplega sjoppulegur valkostur – liðurinn fí­na og fræga fólkið úr Háskólanum.

Af hverju ekki bara að stí­ga skrefið til fulls og útbúa smokkaplakat með myndum af fyrirfólki úr Hí?

Reyndar hefur þessi listi þann kost að eftir mörg ár verður hægt að nota hann sem heimild um hvaða fólk markaðs- og samskipasvið HÁ hefur talið sérstaklega söluvænlegt fyrir skólann.