Heimasíða Háskólans var stokkuð upp á dögunum. Það má deila um hversu mikið framfaraspor það var.
En á nýju síðunni er kominn óskaplega sjoppulegur valkostur – liðurinn fína og fræga fólkið úr Háskólanum.
Af hverju ekki bara að stíga skrefið til fulls og útbúa smokkaplakat með myndum af fyrirfólki úr Hí?
Reyndar hefur þessi listi þann kost að eftir mörg ár verður hægt að nota hann sem heimild um hvaða fólk markaðs- og samskipasvið HÁ hefur talið sérstaklega söluvænlegt fyrir skólann.