Hissa?

Jæja, þá er búið að hækka vextina. Manni sýnist á viðbrögðum í­ bloggheimum að sumir séu undrandi á þeirri ákvörðun. Það er lí­klega fólkið sem hélt að forstjóri IMF væri rauðklæddur, byggi í­ Lapplandi og flygi um loftin blá á hreindýrasleða.

Þeir sem aðeins höfðu haft fyrir því­ að kynna sér málin eru hins vegar ekki undrandi.

Hvorum hópnum ætli formaður ASÁ tilheyri?

Join the Conversation

No comments

  1. Maður kannski ekki hissa akkurat á þeim grundvelli. Frekar hissa á því­ að Seðlabankinn hafi lækkað vexti fyrir nokkrum dögum án þess að rökstyðja það neitt. Frekar klúðurslegt að mí­nu mati.

  2. Ekki get ég sagt að ég sé undrandi á að IMF skuli hafa sett þessa kröfu fram. Hinu er ég undrandi á að stjórnvöld skuli hafa kokgleypt hana í­ ljósi þess hvaða afleiðingar Það hefur haft fyrir landið hingað til að hafa himinháa stýrivexti.

  3. Lönd sem leita á náðir IMF rétta sjóðnum lykilinn að sjoppunni. Þetta snýst ekkert um að kokgleypa eitt eða neitt – við ráðum þessu bara ekki lengur.

    Þess vegna fannst mér með slí­kum ólí­kindum hversu lí­tið mál sumum stjórnmálamönnum virtist finnast það að ganga á vald IMF.

  4. IMF hefur að ví­su ekki starfað í­ Evrópu undanfarið og maður skildi ætla að það vekti nokkra athygli í­ þeirri einingu, sem á því­ ví­st ekki að venjast að vera meðhöndluð eins og halanegrar, ef evrópskt rí­ki er kaffært með aðferðum IMF.

  5. Umræðan hér heima er öll á þá leið að IMF hljóti að vera með ákveðin vinnubrögð gagnvart hottintottum í­ 3ja heiminum sem ekki kunni fótum sí­num fjárráð – en önnur gagnvart „fí­nni“ beiningarmönnum eins og okkur.

    Við erum dáldið eins og nýi maðurinn í­ biðröð eftir matarpakka fyrir framan hjálparstofnun sem lí­tur í­ kringum sig og hugsar: „óskaplegur rumpulýður er þetta!“

  6. Það er aldrei orðað beint út en þetta er einmitt tilfellið, arí­ar muni fá aðra afgreiðslu. Ef þeir gera það ekki að neinu leyti hlýtur það hinsvegar að merkja að markalí­nur hafa færst allverulega til.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *