Ég vakti athygli á nýjasta hefti Sagna, tímarits sagnfræðinema um daginn.
Svo fór ég að skoða blaðið betur og las m.a. grein Kristínar Svövu Tómasdóttur. Á ljós kom að þessi síða er þar notuð sem veigamikil heimild – eða öllu heldur svarar Kristín Svava í greininni einu og öðru af því sem Guðmundur Andri Thorsson skrifaði hér í athugasemdakerfinu fyrir margt löngu.
Meginefni greinarinnar er umfjöllun um skýrslu ímyndarnefndar ríkisstjórnarinnar. Gangur ritdeilunnar er því orðinn ansi kúnstugur:
1. ímyndarnefnd ríkisstjórnarinnar sendir frá sér skýrslu og heldur blaðamannafund.
2. Stjórn Sagnfræðingafélagsins svarar skýrslunni í ályktun til fjölmiðla.
3. Guðmundur Andri Thorsson svarar ályktun Sagnfræðingafélagsins í Fréttablaðspistli.
4. Ég svara GAT með bloggfærslu á þessum vettvangi.
5. Guðmundur Andri svarar mér í athugasemdakerfinu.
6. Kristín Svava svarar svari Guðmundar Andra í Sögnum.
– Nú bíð ég spenntur eftir að sjá hver 7.liðurinn á eftir að verða. Hver mun svara grein Kristínar Svövu og þá á hvaða vettvangi? Á útvarpinu?