Ósabotnar

Leit heim á Mánagötuna í­ dag. Framkvæmdunum er alveg að fara að ljúka og ekki vonum fyrr. Það er hvimleitt að þurfa að búa í­ nærri þrjár vikur að heiman. En eftir stendur glæsilegt barnaherbergi og grí­ðarlegt hillupláss.

Við undirbúninginn tókum við mið af því­ að framtí­ðarkaupendur þyrftu ekki að hafa mikið fyrir að rí­fa skilrúmin, en eitthvað segir mér að flestir mögulegir kaupendur muni frekar kjósa þessa tilhögun. Það vilja fáir þessar gömlu í­búðir með einu svefnherbergi og stórri stofu og borðstofu. Margar barnafjölskyldur eiga hins vegar ókjör af bókum og skrani.

Sótti póstinn í­ leiðinni. Þar á meðal voru Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar. Þær voru helgaðar SV-horninu. Sé að það er sem fyrr stefnt að því­ að kroppa í­ leiðina milli Sandgerðis og Hafna um Ósabotna úr báðum áttum – en ekki er gert ráð fyrir að klára dæmið í­ þessari atrennu. Þetta er synd, þar sem tilgangurinn í­ að lengja stubbana báðum megin frá er lí­till, en vegur alla leið gæfi ýmsa möguleika. Svo væri bara svo gaman að geta keyrt yfir helví­tis njósnakapalinn – sem ennþá liggur þarna sem eftirhreytur af herstöðinni.

# # # # # # # # # # # # #

Var fundarstjóri í­ hádeginu hjá Sagnfræðingafélaginu. Viggó ísgeirsson talaði þar um Spænsku veikina.

Fí­nt erindi, en vakti eftir á að hyggja upp spurningar sem fyrirlesari var ekkert að velta sér uppúr.

Það skrí­tnasta við Spænsku veikina er að hvað mannfall varðar má færa rök fyrir því­ að hún sé lí­klega versta áfall sem mannkynið hefur orðið fyrir. Á fáeinum mánuðum dóu tugmilljónir manna. Enginn einræðisstjórn kemst nálægt Spænsku veikinni, ekki heimsstyrjaldirnar og ekki aðrar farsóttir (þótt hlutfallslega hafi t.d. miðaldaplágan drepið fleiri – en á lengri tí­ma).

Samt sópuðu menn Spænsku veikinni undraskjótt undir teppið. Fólk mundi eftir frostavetrinum sem skall á um svipað leyti og rifjaði hann óspart upp. Og kolaskorturinn í­ strí­ðinu. – Spænska veikin gleymdist hins vegar á mettí­ma. Hvers vegna?

1920 lendir Þórður langafi minn í­ sóttkví­. Hann var farþegi í­ skipi frá Danmörku þar sem upp kom smit eða í­ það minnsta grunur um inflúensusmit. Skipið var sett í­ sóttkví­ í­ Reykjaví­kurhöfn og sí­ðar í­ sóttvarnarhúsi. Þarna er rétt á annað ár liðið frá Spænsku veikinni og fólk var enn að deyja af hennar völdum.

Samt höfðu langafi og félagar enga þolinmæði gagnvart þessum aðgerðum heilbrigðisyfirvalda. Fólkið reiddist landlækni og nokkrir háðfuglar um borð (Einar Ben. þar á meðal) gáfu út blað í­ sóttkví­nni „Spanska flugan“ nefndist það og langafi var ábyrgðarmaður. Sí­ðasta tölublaðið var meira að segja prentað og er varðveitt á Þjóðarbókhlöðunni.

Titill blaðsins var augljóslega aulahúmor (fryggðarlyfið Spanskflugan/Spánska veikin) og innihaldið var fyrst og fremst pillur í­ garð landlæknis fyrir vitleysisganginn.

Það er magnað að menn hafi getað gantast með Spænsku veikina svo skömmu eftir að hún felldi 200 Reykví­kinga og raunar sjálfstætt rannsóknarefni.