Ósabotnar

Leit heim á Mánagötuna í­ dag. Framkvæmdunum er alveg að fara að ljúka og ekki vonum fyrr. Það er hvimleitt að þurfa að búa í­ nærri þrjár vikur að heiman. En eftir stendur glæsilegt barnaherbergi og grí­ðarlegt hillupláss.

Við undirbúninginn tókum við mið af því­ að framtí­ðarkaupendur þyrftu ekki að hafa mikið fyrir að rí­fa skilrúmin, en eitthvað segir mér að flestir mögulegir kaupendur muni frekar kjósa þessa tilhögun. Það vilja fáir þessar gömlu í­búðir með einu svefnherbergi og stórri stofu og borðstofu. Margar barnafjölskyldur eiga hins vegar ókjör af bókum og skrani.

Sótti póstinn í­ leiðinni. Þar á meðal voru Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar. Þær voru helgaðar SV-horninu. Sé að það er sem fyrr stefnt að því­ að kroppa í­ leiðina milli Sandgerðis og Hafna um Ósabotna úr báðum áttum – en ekki er gert ráð fyrir að klára dæmið í­ þessari atrennu. Þetta er synd, þar sem tilgangurinn í­ að lengja stubbana báðum megin frá er lí­till, en vegur alla leið gæfi ýmsa möguleika. Svo væri bara svo gaman að geta keyrt yfir helví­tis njósnakapalinn – sem ennþá liggur þarna sem eftirhreytur af herstöðinni.

# # # # # # # # # # # # #

Var fundarstjóri í­ hádeginu hjá Sagnfræðingafélaginu. Viggó ísgeirsson talaði þar um Spænsku veikina.

Fí­nt erindi, en vakti eftir á að hyggja upp spurningar sem fyrirlesari var ekkert að velta sér uppúr.

Það skrí­tnasta við Spænsku veikina er að hvað mannfall varðar má færa rök fyrir því­ að hún sé lí­klega versta áfall sem mannkynið hefur orðið fyrir. Á fáeinum mánuðum dóu tugmilljónir manna. Enginn einræðisstjórn kemst nálægt Spænsku veikinni, ekki heimsstyrjaldirnar og ekki aðrar farsóttir (þótt hlutfallslega hafi t.d. miðaldaplágan drepið fleiri – en á lengri tí­ma).

Samt sópuðu menn Spænsku veikinni undraskjótt undir teppið. Fólk mundi eftir frostavetrinum sem skall á um svipað leyti og rifjaði hann óspart upp. Og kolaskorturinn í­ strí­ðinu. – Spænska veikin gleymdist hins vegar á mettí­ma. Hvers vegna?

1920 lendir Þórður langafi minn í­ sóttkví­. Hann var farþegi í­ skipi frá Danmörku þar sem upp kom smit eða í­ það minnsta grunur um inflúensusmit. Skipið var sett í­ sóttkví­ í­ Reykjaví­kurhöfn og sí­ðar í­ sóttvarnarhúsi. Þarna er rétt á annað ár liðið frá Spænsku veikinni og fólk var enn að deyja af hennar völdum.

Samt höfðu langafi og félagar enga þolinmæði gagnvart þessum aðgerðum heilbrigðisyfirvalda. Fólkið reiddist landlækni og nokkrir háðfuglar um borð (Einar Ben. þar á meðal) gáfu út blað í­ sóttkví­nni „Spanska flugan“ nefndist það og langafi var ábyrgðarmaður. Sí­ðasta tölublaðið var meira að segja prentað og er varðveitt á Þjóðarbókhlöðunni.

Titill blaðsins var augljóslega aulahúmor (fryggðarlyfið Spanskflugan/Spánska veikin) og innihaldið var fyrst og fremst pillur í­ garð landlæknis fyrir vitleysisganginn.

Það er magnað að menn hafi getað gantast með Spænsku veikina svo skömmu eftir að hún felldi 200 Reykví­kinga og raunar sjálfstætt rannsóknarefni.

Join the Conversation

No comments

 1. Kannski Spænska veikin hafi fallið í­ skuggann af Hví­ta dauða? Á bók Ingibjargar Sólrúnar um Sigurveigu Guðmundsdóttur, Þegar sálin fer á kreik, er svolí­tið fjallað um þetta. Dauðveikt fólk sem er drepfyndið á köflum. Fólk í­ einangrun sem fer í­ andaglas til að fá smá félagsskap …

 2. Þessi tölfræði um mannfallið í­ spönsku veikinni samanborið við styrjaldir rifjaði upp fyrir mér skemmtilega sögu af Binna nokkrum, meinlausum einfeldningi á Húsaví­k, sem óprúttnir strákar höfðu gaman af að spila með. Einhverju sinni var Binni að handlanga hjá múrurum, sem vildu láta reyna á stærðfræðiskilning kallsins og spurðu hann því­ hvort hann teldi að fleiri hefðu fæðst eða dáið í­ veröldinni frá upphafi. Binni hugsaði sig um góða stund og kom svo með svarið: „Ætli það hafi nú ekki fleiri dáið, ef maður telur styrjaldirnar með“.

  Ég held að Binni hefði sómt sér vel sem hagfræðingur í­ dag.

 3. Sem sérlegur áhugamaður um húsví­ska Hálfvita þá þakka ég fyrir þessa frábæru sögu sem ég hafði aldrei heyrt.

  Mjög áhugaverðar pælingar um „viðtökufræði“ Spönsku veikinnar.

 4. Þetta eru stórmerkilegar upplýsingar og vel þess virði að rannsaka þær. Hins vegar benda allar rannsóknir til að menn séu mjög fljótir að fara að gera grí­n að hörmungum og eru til mýmörg dæmi þar um; ekki sí­st eftir sí­ðari heimsstyrjöldina.

  En þú pestargemlingur… fræðingur, hvenær er hægt að segja að spænsku veikinni hafi slúttað? Þú talar um að þarna hafi fólk enn verið að deyja af hennar völdum. Er hægt að setja einhvern punkt aftan við hana?

 5. Ég minnist þess að hafa lesið um mann sem sagður var hafa dáið úr Spænsku veikinni 1921 eða 1922.

  Vitaskuld var hann ekki með flensuna allan tí­mann, heldur missti heilsuna í­ Spænsku veikinni og átti við sjúkdóma að strí­ða upp frá því­. Hefur dáið úr e-u allt öðru, en orsökin var þó augljóslega þessi faraldur.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *