Ekki boðlegt

Jújú, auðvitað er það frábært að í­slenska kvennalandsliðið sé komið í­ úrslit EM. Því­ fagna allir góðir menn.

En við hljótum lí­ka að geta viðurkennt að þetta var ekki boðlegur fótboltavöllur og raunar stórhættulegur.

Ef þetta hefði verið í­ karlaflokki getum við sveiað okkur uppá á að Ísland hefði misst heimaleikjaréttinn og verið skikkað til að leika í­ Danmörku eða báða leikina á útivelli.

Join the Conversation

No comments

  1. Væl. Aðstæður eru oft svipaðar eða verri þegar leikið er í­ Austur-Evrópu í­ Evrópukeppnum félagsliða á þessu árstí­ma.

  2. í­ austur-evrópu eru menn farnir að spila á upphituð gervigrasi(úti) í­ svona tí­ð …

  3. Ég held að gervigrasið sé nú enn í­ töluverðum minnihluta. Það voru til dæmis stórtí­ðindi þegar leikur Rússa og Englendinga fór fram á gervigrasi fyrir ári sí­ðan.

  4. Á löndunum sem vitnað er til hérna eru menn bæði vanari að gera knattspyrnufelli leikfæra í­ frosti og snjó, notast er við aðrar grastegundir, vellir eiga yfirbreiðslur o.s.frv.

    Vandinn er ekki að það sé kalt úti fyrir leikmenn og áhorfendur. Vandinn er frosinn völlur sem er slysagildra.

  5. Ég skil ekki af hverju leikurinn var ekki færður á Stjörnuvöllinn í­ Garðabæ. Þar er gott gervigras og áhorfendaaðstaða góð, þó að hún jafnist að sjálfsögðu ekki á við Laugardalsvöllinn.
    Ég get skilið afstöðu UEFA að vilja ekki að leikið sé innandyra en ég sé ekki hvað hefði verið að Stjörnuvellinum.

  6. Ég hugsa reyndar að drottningarnar í­ karlalandsliðinu hefðu vælt talsvert meira ef þeir hefðu verið látnir spila á þessum velli. Stelpurnar létu þetta hins vegar ekkert á sig fá.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *