Stuðningsyfirlýsingar

Allir sem fylgjast með fótbolta vita að það er koss dauðans fyrir þjálfara þegar stjórn viðkomandi félags sendir frá sér stuðningsyfirlýsingu. Þá er tí­mabært fyrir þjálfarann að fara að taka til á skrifborðinu.

Núna keppast hagfræðigúrúin við að lýsa því­ yfir að kapí­talisminn hafi aldrei staðið betur og framtí­ð hans sé björt…

Join the Conversation

No comments

  1. Ég er svo vitlaus að ég skil ekki hvað er átt við þegar menn segja að kapí­talisminn sé dauður. Gætir þú útskýrt það fyrir mér? Er átt við að nú verði fráls viðskipti lögð niður og áætlunarbúskapur tekinn upp í­ staðinn? Er verið að meina að það þurfi styrkara regluverk við núverandi kerfi? (Væri það þá ekki ennþá kapí­talismi?) Eða hvað er það sem á að taka við af hinum dauða kapí­talisma. Ég get ekki tekið afstöðu í­ málinu fyrr en ég fæ útskýringu á þessu.

  2. Ég viðurkenni fúslega að dæmið sem ég tók sé ekki gott enda út í­ bláinn, því­ eins og ég segi, þá veit ég ekki hvað átt er við með að kapí­talisminn sé dauður. (Sumir myndu reyndar segja að frumkapí­talismi sé jafn gamall viðskiptum og frumkommúnismi þá hugsanlega eina stjórnkerfi heimsins sem sé eldra, en það er önnur saga.) Hvað sem því­ lí­ður – til að koma í­ veg fyrir frekari heimskuleg komment af minni hálfu – þá spyr ég enn: hver er valmöguleikinn við kapí­talisma? Annar valmöguleiki hlýtur að vera nauðsynlegur telji maður rí­kjandi skipulag hafa gengið sér til þurrðar.

    Ég hef hingað til litið á norrræna velferðarrí­kið sem kapí­talí­skt en auðvitað má deila um það. Ef við hins vegar segjum að blandað hagkerfi sé ekki kapí­talí­skt, þá getum við ekki talað um að kapí­talisminn sé dauður – heldur hefur hann þá aldrei lifnað við.

  3. Markaðshagkerfi tam er ekki það sama og kapitalismi.
    En aftur á móti er mikið af vinstra fólki sem leggur þetta að jöfnu.
    Og maður bara spyr sig, ætlar fólk að fara með hænur út í­ búð og fara í­ vöruskipti.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *