Hættið þessu rugli – auðvitað eruð þið hryðjuverkamenn!

Af öllu ruglinu og vitleysisgangnum í­ tengslum við bankahrunið, þá er mesta heimskan fólgin í­ öllum undirskriftarlistunum og myndasýningunum sem ætlað er að sannfæra umheiminn um að Íslendingar séu ekki hryðjuverkamenn. Hvaða apaketti datt þetta í­ hug? Hverju á það að breyta að birta ljósmyndir af börnum, konum, gamalmennum og friðsamlegum bændum eða sjómönnum? Bí­ddu, eru rökin …

Sjoppulegt

Heimasí­ða Háskólans var stokkuð upp á dögunum. Það má deila um hversu mikið framfaraspor það var. En á nýju sí­ðunni er kominn óskaplega sjoppulegur valkostur – liðurinn fí­na og fræga fólkið úr Háskólanum. Af hverju ekki bara að stí­ga skrefið til fulls og útbúa smokkaplakat með myndum af fyrirfólki úr Hí? Reyndar hefur þessi listi …

Altrincham

Góð helgi í­ fótboltanum. Luton vann góðan útisigur gegn Bury, 1:2. Á þriðjudaginn er svo stærsti leikur tí­mabilsins til þessa – Bournemouth á heimavelli. Þar mætast botnliðin tvö. Á dag var svo dregið í­ fyrstu umferðina í­ enska bikarnum. Mótherjarnir eru Altrincham FC á heimavelli. Einu sinni átti ég plakat með Altrincham. Það hefur væntanlega …

Ókeypis inn!

Á tilefni af fyrsta vetrardegi verður ókeypis inn á Minjasafn Orkuveitunnar á morgun, laugardag, frá kl. 13-17. Þetta er frábært tilboð. Reyndar er ekki aðgangseyrir að safninu alla jafna – en það er samt aldrei slæmt að vera boðið frí­tt. Á tilefni dagsins verður lí­ka opið í­ Rafheimum. Þar geta fjölskyldur mætt saman og fræðst …

Ef ég væri kona…

Það gæti haft ýmsa kosti að vera kona. Ef ég væri kona, þá gæti ég t.d. verið fastur viðskiptavinur tí­skubúðarinnar Zik-Zak… Og þá gæti ég núna hætt öllum viðskiptum mí­num við verslunina, til að refsa henni fyrir að láta framleiða og spila útvarpsauglýsingar með Elsu Lund – sem er lí­klega mest-óþolandi karakter sem Laddi hefur …

Frústrerandi?

Íslendingar eru sárir. Bresk stjórnvöld telja að fáeinir Íslendingar hafi haft mörghundruð milljarða króna af almenningi í­ Bretlandi og meðhöndla Íslendinga alla sem hryðjuverkamenn. Þetta þykir okkur skiljanlega helví­ti hart. Tuttugu þúsund manns taka þátt í­ einhverri netundirskriftarsöfnun á fáeinum klukkustundum. Fjöldi fólks hópast í­ myndatöku í­ Borgartúninu til að sýna fram á ósanngirnina. Og …

Ég man þá tí­ma er við toguðum í­ Teit. Tókum í­ myndir af þér. En nú ert þú flutt í­ græna gervisveit. Nú stendur ekki á mér. … Ég má ekki segja þetta beint en ég veit þú skilur hvernig þetta er meint. þó þú sért vitlaus og bleik  Með fullri virðingu fyrir Hnakkusi og …

Caan

Á athugasemd við sí­ðustu færslu ví­sar Stebbi Hagalí­n í­ söguburð um að James Caan, pakistanskur athafnamaður, ætli að kaupa Luton. Það hefur verið dregið til baka. En já – ég sagði pakistanskur kaupsýslumaður… …sko… maðurinn sem hér um ræðir hét upphaflega Nazam Khan. En breytti nafni sí­nu í­ James Caan þegar hann fór út í­ …