Nú vilja gamlir Hafskipsmenn láta taka upp málið á nýjan leik. Er það ekki bara ágæt hugmynd – yrði þá ekki möguleiki á að LENGJA fangelsisdóminn yfir Björgólfi…???
Monthly Archives: október 2008
Mínus átján
Jafntefli á útivelli í dag gegn Bradford. Það hefði nú mátt vera betra. Við höfum bara tólf stig eftir níu umferðir, sem þýðir mínus átján stig núna. Þetta er alls ekki nógu gott. Grimsby (þrjú stig) og Barnet og Port Vale (sjö stig) eru þau lið sem hafa staðið sig verst til þessa. Það þýðir …
Matsfyrirtæki
íðan heyrði ég sögu af íslensku fyrirtæki sem átti stóra eign sem það var að íhuga að selja. íður en ákvörðunin var tekin, vildi fyrirtækið láta meta eignina og hafði því samband við nokkur matsfyrirtæki til að taka að sér verkið.En það var sama við hverja var talað: allsstaðar voru svörin á sömu leið – …
Treilerinn í sjónvarpinu
Síðustu daga hefur RÚV spilað linnulítið auglýsingatreiler fyrir dagskrá helgarinnar. Ég hrekk alltaf við og lít upp þegar þulurinn segir eitthvað á þessa leið: „REY leitar að nýjum stað fyrir höfuðstöðvar fyrirtækis síns…“ Og alltaf tekur það mig nokkur sekúndubrot að fatta að hér er ekki um að ræða hinn alræmda útrásararm orkuveitunnar – heldur …
Þjóðstjórn hvað?
Á forsíðu Fréttablaðsins er stungið upp á myndun „þjóðstjórnar“ og Seðlabankastjóri borinn fyrir hugmyndinni. Á leiðinni er getið um að einu sinni hafi það gerst að þjóðstjórn hafi verið mynduð hérlendis – ráðuneyti Hermanns Jónassonar 1939. Sá sagnfræðilegi fróðleikur segir okkur þó ekki mikið – nema hann bendir jú á takmarkanir hugtaka og skilgreininga. Hvers …
Meistarinn
Ég er stoltur sonur. Á dag varði mamma mastersritgerðina sína við Háskólann. Um er að ræða viðamikla rannsókn hennar á Ólympíuleikunum í eðlisfræði og landskeppninni í eðlisfræði, meðal annars út frá upplifun þátttakenda. Það var margt sláandi í niðurstöðunum, t.d. sú þróun í skólakerfinu að sífellt færri nemendur læra neina eðlisfræði að marki í framhaldsskóla …
Hvað ef…?
Vinsæl tómstundaiðja sagnfræðinga er að velta fyrir sér spurningunni: Hvað ef…? Hvað ef… Gandhi hefði tekist að halda Pakistan og Indlandi saman sem einu ríki? Hvað ef… Bandaríkjastjórn hefði tekið á móti Kastró þegar hann reyndi að ná tali af leiðtogum þeirra eftir byltinguna og hún gefið grænt ljós á valdaskiptin? Hvað ef… hrukkudýrin sem …