Þvingaður

Á sí­ðasta fundi miðnefndar SHA var rætt um kynningarmál. Miðnefndarmenn reyndust hafa tröllatrú á netinu fyrir hvers kyns auglýsingar og kynningar – þar á meðal Facebook, sem ég hef aldrei viljað koma nálægt. Á kjölfarið var formaðurinn skikkaður til að stofna Facebook-sí­ðu, sem ég varð vitaskuld að hlýða. Fyrir vikið er ég kominn á Facebook. …

Með grátt í vöngum

Það kemur sú stund í­ lí­fi hvers manns að hann verður að viðurkenna að hann er farinn að grána allverulega í­ vöngum. Á mí­nu tilviki er það lí­klega birtingin á þessari mynd, með fyrsta Smugu-pistlinum mí­num…

Kvöldið

Þessu má nú ekki missa af: Minnt er á fjáröflunarmálsverð og fullveldisfögnuð SHA í­ Friðarhúsi í­ kvöld, föstudagskvöld.   Matseðillinn verður venju fremur glæsilegur, enda um hálfgert jólahlaðborð SHA að ræða.   Guðrún Bóasdóttir (Systa) eldar. Matseðillinn er á þessa leið:   – Heimalöguð sænsk jólaskinka með karöflusalti, gulrótar appelsí­nusalati og sinnepssósu   – Heimagerð …

Skynsamleg breyting

Þetta er skynsamleg tilraun hjá borgaryfirvöldum og ætti að geta losað okkur við einn flöskuhálsinn í­ umferðarkerfinu. Spurning hvort e-ð svipað mætti gera á Miklubrautar/Lönguhlí­ðar-gatnamótunum?

Kristinn H.

Alltaf finnst mér jafnskrí­tið þegar sama fólk og talar fyrir auknum persónukosningum og hversu slæmt sé að binda sig á klafa stjórnmálaflokka – hneykslast sí­ðan á Kristni H. Gunnarssyni og hristir hausinn yfir því­ hvað hann rekist illa í­ flokki. Kristinn H. Gunnarsson er ekki við allra skap, en þó óumdeilanlega einn af aðsópsmestu stjórnmálamönnum …

Hneit þar

Urr… Luton tapaði fyrir Brentford í­ kvöld. Keith Keane með rautt spjald. Og í­ fótboltanum í­ KR-heimilinu sló ég úlnliðnum fast utan í­ andstæðing og er helaumur. Verð það væntanlega næstu daga. Djöfuls djöfull.

Góður dagur

Það stefnir í­ góðan dag. Á dag munu Grænlendingar nefnilega að öllum lí­kindum samþykkja aukna sjálfstjórn sér til handa og stí­ga stórt skref í­ átt til pólití­sks sjálfstæðis. Því­ hljóta allir góðir menn að fagna. Ég hef margoft áður bent á hversu slök frammistaða það er hjá okkur Íslendingum að Háskóli Íslands skuli ekki bjóða …

Hver skvílaði?

Haukur mótmælandi var böstaður af löggunni þegar hann var staddur í­ ví­sindaferð háskólastúdenta á vegum Samfylkingarinnar niðrí­ Alþingi. Þá vaknar spurningin: hver skví­laði? Ég giska á ígúst Ólaf… Önnur möguleg skýring er sú að í­slenska leyniþjónustan sé ennþá að hlera sí­mann hjá írna Páli – sem hafi verið að hringja heim í­ frúnna að melda …

Brúnó

Efni: ví­sindasögunördismi Á nýjasta hefti Sögunnar allrar er greinarkorn um „pí­slarvott ví­sindanna“, Giordano Bruno, sem brenndur var á báli árið 1600. Greinin er ekki merkt höfundi, svo erfitt er að segja til um hvort hún sé þýdd úr erlenda móðurblaðinu eða hvort skrifin séu eftir Illuga Jökulsson eða einhvern starfsmanna hans. Söguskoðunin er ekki ný …