Ekki flogið…

Skrambans!

Á dag ætlaði ég að halda fund á vegum SHA á ísafirði. Ég var með pantað flug á hádegi í­ gær, en sí­ðan hefur öllu flugi verið frestað og skoðað aftur á klukkutí­ma fresti. Á eitt skiptið var meira að segja búið að tékka farangurinn um borð.

Þegar maður lendir í­ svona leiðindum, skilur maður ennþá betur pirring landsbyggðarfólks þegar það þarf að hlusta á umræður um málefni Reykjaví­kurflugvallar á þeim nótum að sveitavargurinn sé bara með heimtufrekju og að flutningur innanlandsflugsins til Keflaví­kur hefði bara óverulegt óhagræði í­ för með sér.

Join the Conversation

No comments

  1. Amen, Stefán. Staðsetning flugvallarins er landsbyggðarmál, ekki Reykjaví­kurmál. Ef á að leyfa einhverjum að kjósa um veru hans í­ Vatnsmýrinni, þá er það landsbyggðarlýðurinn.

  2. Já, þetta er pirrandi, bæði að vera veðurtepptur og að hlusta á flugvallarsönginn. Þrátt fyrir rúmlega 20 ára búsetu á ísafirði hef ég reyndar sjaldan verið veðurtepptur. Rútusamgöngur milli ísafjarðar og Reykjaví­kur hafa aldrei gengið, nema þá mjög stopult um sumartí­mann og með stoppi á Hólmaví­k (nú leiðréttir mig einhver ef ég er að bulla). Á það minnsta þekki ég ekki nokkurn mann sem hefur tekið rútuna.

  3. Ég næ ekki tengingunni. Væri verra að vera veðurtepptur á Leifsstöð en í­ glæsihöllinni í­ Skerjafirðinum? Mundi veðurfar breytast og veðurteppingardögum úti á landi fjölga ef höfuðborgarvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni?

  4. Sá sem er veðurtepptur situr sjaldnast í­ glæsihöllinni í­ Skerjafirðinum, heldur bí­ður heilu og hálfu daganna sem næst flugvellinum og bí­ður eftir fréttum á hálftí­ma til klukkutí­ma fresti af næstu veðurathugun. Þegar kallið kemur er svo brunað á svæðið og hoppað upp í­ vélina.

    Það þýðir að þótt dagurinn sé tætingslegur er hægt að gera annað en að sitja á flugstöð og góna á skjá.

    Að vera veðurtepptur í­ Leifsstöð er ólí­kt hlutskipti og öllu verra.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *