Hvað ber að gera!

Jess! Kreppunni er reddað. Samkvæmt Stöð 2 erum við búin að finna olí­u að andvirði skrilljón-smilljón-brilljarða króna. Þá getum við hætt að hafa áhyggjur af krí­sunni og snúið okkur að næstu skrefum:

i) Segja upp Kyoto-sáttmálanum (það eru hvort sem er engar ví­sindalegar sannanir fyrir gróðurhúsaáhrifum)

ii) Kaupa stærri flatskjái

iii) Stofna olí­usjóð… æh, nei annars – það ótrúlega eitthvað norskt og súrt

iv) Senda Færeyingum einhvern glaðning… æh, nei annars – hvenær hafa þeir gert neitt fyrir okkur?

v) Kaupa Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og beita honum til að setja Breta á hausinn

vi) Kaupa Evrópusambandið og reka Hollendina úr því­

vii) Selja Finni Ingólfssyni olí­ulindirnar fyrir slikk (hann á hvort sem er eftir að stela þeim með einhverjum hætti)

– Held að þetta sé bara nokkuð tæmandi listi.