Þegar hinar formlegu siðareglur bloggsins verða skráðar (Moggabloggið eyðilagði þær óskráðu)…
…þá legg ég til að það verði sett regla – eitthvað á þessa leið:
* Hver sá sem lýsir því yfir með táraflóði og dramatík að hann sé hættur að blogga af því allir séu vondir við hann – er jafnframt skuldbundinn til að standa við þá ákvörðun í amk fjóra mánuði, en teljast labbakútur ella.
Heyr, heyr!
Þessu tengt: Ég er hættur!
Já, þetta entist ekki lengi hjá herra Makvín.
Annars verð ég víst að taka á mig sök í máli með moggabloggið. Ég sat við skrifborðið mitt fyrir röskum 2 árum og velti fyrir mér hvernig hægt væri að auka sýnileika blog.is af mbl.is. Þá datt mér í hug fréttatengd blogg.
Eldingarnar sem dundu á með það sama hefði átt að vera mér viðvörun. Ég skal axla ábyrgð á þessu, en ég veit ekki hvernig. Ég er löngu rekinn.
Um mótmælin á morgun:
http://this.is/nei/?p=525
Hótanirnar gegn írna Snævarr voru ekki alvarlegri en svo að hann er tekinn að blogga á ný af miklum móð. Svo hafa bæði ígúst Borgþór og Stebbi Fr. tekið sér bloggfrí sem vöruðu helst til stutt.
En þið megið ekki gleyma því strákar mínir, að bloggskrif eru ávanabindandi og ætti að flokka með öðrum fíknum þessa heims, svo sem eiturlyfjum, sígarettum, spilakassafíkn og fjárhættuspili, þar með talin græðgi.