Brotin loforð…

Þegar hinar formlegu siðareglur bloggsins verða skráðar (Moggabloggið eyðilagði þær óskráðu)…

…þá legg ég til að það verði sett regla – eitthvað á þessa leið:

* Hver sá sem lýsir því­ yfir með táraflóði og dramatí­k að hann sé hættur að blogga af því­ allir séu vondir við hann – er jafnframt skuldbundinn til að standa við þá ákvörðun í­ amk fjóra mánuði, en teljast labbakútur ella.

Join the Conversation

No comments

  1. Já, þetta entist ekki lengi hjá herra Makví­n.

    Annars verð ég ví­st að taka á mig sök í­ máli með moggabloggið. Ég sat við skrifborðið mitt fyrir röskum 2 árum og velti fyrir mér hvernig hægt væri að auka sýnileika blog.is af mbl.is. Þá datt mér í­ hug fréttatengd blogg.

    Eldingarnar sem dundu á með það sama hefði átt að vera mér viðvörun. Ég skal axla ábyrgð á þessu, en ég veit ekki hvernig. Ég er löngu rekinn.

  2. Hótanirnar gegn írna Snævarr voru ekki alvarlegri en svo að hann er tekinn að blogga á ný af miklum móð. Svo hafa bæði ígúst Borgþór og Stebbi Fr. tekið sér bloggfrí­ sem vöruðu helst til stutt.

  3. En þið megið ekki gleyma því­ strákar mí­nir, að bloggskrif eru ávanabindandi og ætti að flokka með öðrum fí­knum þessa heims, svo sem eiturlyfjum, sí­garettum, spilakassafí­kn og fjárhættuspili, þar með talin græðgi.

Leave a comment

Skildu eftir svar við Svenni Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *