Vörumerki

Einkarekna fyrirtækið Heilsuverndarstöðin er farið á hausinn, þrátt fyrir að hafa notið ágætrar pólití­skrar fyrirgreiðslu ef marka má fréttir sí­ðustu missera.

Mörgum þótti nafnavalið ósví­fið, enda um að ræða heiti sem almenningur þekkti vel og tengdi við rótgróna stofnun sem starfaði um áratugi innan opinbera kerfisins.

Lí­klega höfðu eigendur einkafyrirtækisins þó allan rétt í­ málinu. „Heilsuverndarstöðin“ var hvergi skráð vörumerki og því­ lí­tið við þessu að segja.

En þetta vekur aftur upp spurningar um hversu duglegir opinberir aðilar séu að láta skrá nöfn og vörumerki tengd starfsemi þeirra? Ef ég stofna orkufyrirtæki – er þá nafn eins og „Hitaveitan“ laust, sem felur í­ sér hugrenningartengsl við gömlu Hitaveituna sem nú er hluti af OR.

Gæti ég opnað sjoppu í­ Bústaðahverfinu og gefið henni nafnið „Réttó“? Er „Sundhöllin“ skráð vörumerki? Og svona mætti lengi telja…

Join the Conversation

No comments

 1. Þú gætir aldrei skráð vörumerkið „hitaveitan“ fyrir orku- og/eða vatnsveitu. Til þess er merkið of lýsandi. „Heilsuverndarstöðin“ er lí­ka allt of lýsandi til þess að geta fengist skráð sem vörumerki fyrir heilsugæslu. „Réttó“ er hins vegar fí­nt nafn á sjoppu eða hverju sem er og „Sundhöllin“ gæti fengist skráð sem vörumerki fyrir einhverjar aðrar vörur og þjónustu en sem tengjast sundi.

 2. Lög um vörumerki nr. 45/1997 (2. tl. 1. mgr. 3. gr.)
  3. gr. Vörumerkjaréttur getur stofnast með:
  1. skráningu vörumerkis fyrir vöru eða þjónustu í­ samræmi við ákvæði laga þessara, eða
  2. notkun vörumerkis sem er og hefur verið notað hér á landi fyrir vöru eða þjónustu.

  Sömuleiðis 2.mgr. 3.gr. s.l.
  Vörumerki, sem ekki telst uppfylla skilyrði laga þessara um skráningu, getur ekki skapað vörumerkjarétt með notkun. Þó getur vörumerki, sem ekki telst uppfylla skilyrði laganna um sérkenni við upphaf notkunar, skapað vörumerkjarétt ef merkið öðlast sérkenni við notkun.

 3. Það var nú gaman þegar Jón Steinar útskýrði glottandi hér um árið að KR ætti engan rétt á „Fótboltafélag Reykjaví­kur“ eða „Reykjaví­k Football Club“ þar sem Fram hefði skráð þau vörumerki.

 4. ójá… ekki glæstasta stundin í­ sögu okkar Framara.

  Reyndar skráðu Framararnir bara nafnið „Fótboltafélag Reykjaví­kur“ á í­slensku. KR kærði hins vegar á þeirri forsendu að ef þetta yrði þýtt á ensku gæti það valdið ruglingi og stórskaðað útrás KR á erlendum mörkuðum.

  Þessi málaferli urðu engum til framdráttar.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *