Endurkjörinn

Ég var endurkjörinn formaður SHA um helgina. Nýja miðnefndin lí­tur bara vel út.

Á landsráðstefnunni var lí­tið málþing þar sem Halla Gunnarsdóttir og Magnús Sveinn Helgason fjölluðu um Varnarmálastofnun annars vegar en afleiðingar sigurs Obama hins vegar. Það var mjög fróðlegt.

# # # # # # # # # # # # #

Mótmælin á Austurvelli voru tilkomumikil. Löggan talaði um tæp sexþúsund manns. Sjálfur myndi ég ekki giska á eitthvað nær tí­uþúsund, amk ekki minna en áttaþúsund. Það byggi ég meðal annars á því­ hversu langt ég þurfti að fara til að finna bí­lastæði. Fyrsta löglega stæðið sem ég fann var á miðri ísvallagötunni. Meira að segja í­ jólatraffí­kinni á Þorláksmessu fær maður stæði nær.

Annars þyrfti góður maður að taka að sér að búa til gagnagrunn yfir fjöldafundi og opinberar tölur. Það væri áhugaverð lesning.

# # # # # # # # # # # # # #

Úrslit helgarinnar voru ánægjuleg. Sigur á Dagenham & Redbridge á heimavelli. Reynar bara annar heimasigurinn á tí­mabilinu.

Erum komnir upp í­ mí­nus ellefu stig – tuttugu stigum á eftir Grimsby, en reyndar bara átta stigum á eftir Bournemouth sem byrjaði lí­ka með stigafrádrátt. Djöfull ætlar þetta að vera löng ganga.

Næsti leikur er seinni viðureignin gegn Altrincham í­ bikarnum næsta þriðjudag. Nicolls er óðum að verða leikfær og kannski fær Drew Talbot sénsinn í­ nokkrar mí­nútur eftir enn ein meiðslin.

Join the Conversation

No comments

  1. Bráðum færðu ekki stæði nær en heima hjá þér! (maður má nú vera bjartsýnn…)

    Hvers vegna ætli einhver taki sig ekki til og fljúgi yfir svæðið með myndavél, eru ekki til hausatalningarvélar?

  2. Þessar fjöldatölur eru mjög merkilegar. Ég var á fyrsta fundinum á Austurvelli og hefði haldið að þar hefðu verið um 800 – 1000 manns. Þá sögðu fjölmiðlar 500 en forsvarsmennirnir milli tvö og þrjúþúsund. Sí­ðan hefur maður margfaldað með 2 eða 3 tölur frá fjölmiðlum. Svo fór ég á fundinn á Akureyri um helginu og þar voru um 200 manns. Fjölmiðlar sögðu 500. Þannig að það eina sem virðist öruggt er að opinberar tölur er lí­tið að marka.

  3. sha ekki að standa sig í­ jafnréttismálunum, og verra er ástandið ef ekki er gerður greinamunar á aðal og varamönnum.

Leave a comment

Skildu eftir svar við hildigunnur Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *