Peningaþvætti?

Hér er verðugt rannsóknarefni fyrir atvinnulausan viðskiptafræðing: reikna út hversu háum fjárhæðum klósettsteina- og salernishreinsamarkaðurinn á Íslandi veltir á einu ári. Miðað við fjölda salerna í­ landinu, mögulegt hlutfall fólks sem kaupir ilmstein í­ klósettið sitt og endingartí­ma slí­kra steina… getur þá verið nokkur glóra í­ því­ að fimmta hver auglýsing í­ sjónvarpi (eða því­ sem næst) sé að kynna þessar vörur?

Hversu brjálæðisleg má álagningin vera til að standa undir þessu auglýsingafargani?

Eða – sem er lí­klegra – hlýtur klósettsteinabransinn ekki bara að vera einhverskonar peningaþvætti? Munu þessar auglýsingar hætta um leið og kókaí­nmarkaðurinn þurrkast upp í­ kreppunni? Það ætti ekki að koma á óvart.

# # # # # # # # # # # # #

Hér er áhugaverð grein í­ í­rsku dagblaði um Luton Town.

Join the Conversation

No comments

  1. Nokkuð góð skýring. Salernissteinar hafa tekið við hlutverki dömubinda sem vara með óvenju mikla markaðssetningu.

  2. svo má ekki gleyma að salernispappí­r er sennilega sú vara sem mest er dí­lað með á svörtum markaði á Íslandi, fóðrað með því­ að um sé að ræða heiðvirða fjáröflun í­þróttagemlinga

  3. Miðað við skýrslu samkeppniseftirlitsins um að í­ sumum tilvikum hafi auglýsingar verið keyptar með vörum þá er spurning hvort að öll klósett hjá Rúv séu ekki bara þokkalega hrein og vel lyktandi.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *