Vítabani

Sverrir Jakobsson er prinsipelt á móti ví­takeppnum. Hætti meira að segja að horfa á úrslitaleikinn á HM 1994 þegar ljóst var að hann færi í­ ví­takeppni. Það er rétttrúnaður.

Sjálfum er mér illa við ví­takeppnir. Þær eru ekki „alvöru“ leið til að útkljá fótboltaleiki. Samt er eitthvað pí­nkulí­tið heillandi við hversu grimmdarlegar og dramatí­skar þær eru.

Á annað sinn í­ vetur sigraði Luton í­ ví­takeppni í­ kvöld. Sú fyrri var í­ málningarbikarnum um daginn, en sú seinni kvöld gegn Altrincham í­ fyrstu umferð enska bikarsins. Á bæði skiptin hefur Conrad Logan – markvörðurinn sem við erum með í­ láni frá Leicester varið tvær spyrnur í­ ví­takeppninni og í­ kvöld varði hann eina í­ viðbót í­ leiknum sjálfum.

Ein meiðsli og rautt spjald á Sol Davies gera sigurinn nokkuð dýrkeyptan. Og þó – fyrir að fara í­ aðra umferð koma 20 þús. pund í­ kassann+ tekjur af leiknum (útileik gegn Southend). Það kætir stuðningsmennina. Þeim finnst fátt skemmtilegra en að halda á suðurströndina til að horfa á leiki.

Rochdale úti á laugardaginn gæti hins vegar orðið býsna strembinn leikur.

# # # # # # # # # # # # #

Á mánudaginn tók ég þátt í­ nýjasta trendinu og dýfði mér í­ Atlantshafið. Það var kalt.

Er ég Benedikt Lafleur minnar kynslóðar? Ætti ég að taka upp eftirnafnið Allabadderí­?

# # # # # # # # # # # # #

Hittum ísu ljósmóður í­ dag. Erum himilifandi með að hafa fengið hana aftur. Kom í­ ljós að hún er gift frænda mí­num, sem spillir nú ekki fyrir.

Join the Conversation

No comments

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *