Stóra spurningin

Samkvæmt hinni opinberu sögu lögreglunnar var ákveðið að sleppa fangelsaða mótmælandanum eftir að ónafngreindur maður kom og borgaði sektina. Það er athyglisvert.

Við eigum sem sagt að trúa því­ að meðan lögreglustöðin var í­ herkví­, eggjum og grjóti rigndi og löggan mundaði spreibrúsana… þá rölti einhver friðelskandi borgarinn inn í­ afgreiðsluna og reif upp budduna.

Hvernig komst hann inn?

Voru bakdyrnar opnar?

Eða olnbogaði hann sig í­ gegnum hópinn, sagðist vera að greiða sekt og losnaði þannig við úðagusu?

Menn gætu að minnsta kosti reynt að ljúga lí­klegar…

Join the Conversation

No comments

 1. Nútí­matækni býður upp á að greiða peninga með millifærslu um heimabanka. Auk þess er afgreiðsla lögreglunnar staðsett í­ Borgartúni en þar ætti maðurinn að hafa getað gengið greiðlega til gjaldkera og greitt hvað það sem honum sýndist.

  Það ætti því­ ekki að hafa verið nokkurt vandamál fyrir hinn ónefnda mann að greiða sektina.

 2. Var einmitt að spyrja mig að þessu sama. Hvaða andskotans rugl er í­ gangi? Og gengur Haukur bara út voða glaður, búið að borga? Er ekki tilbúin til að kaupa þessa atburðarás.

 3. Upprunalega sektin var 200 þúsund kall, spurning hver hafi vippað fram slí­kri upphæð sisona…

 4. samkvæmt viðtali við þennan tí­ttnefnda Hauk (á Rúv eða s2 í­ kvöldfréttum, man ekki) sagði hann að ákveðinn einstaklingur hefði boðist til að greiða sektina fyrir sig og hann hafi ákveðið að taka því­ vegna ástandsins við lögreglustöðina. Miðað við þá frásögn Hauks, þá hlýtur hann að vera samverkamaður lögreglunnar í­ því­ samsæri að „einhver“ hafi borgað til að leysa hann út, eða þá að það var virkilega einhver sem gerði það. Hvort sem er, þá finnst mér ólí­klegt að Haukur hafi ákveðið að joina eitthvað lögreglusamsæri og því­ hljóta þessar skýringar að vera sannar nema að Haukur þessi sé mjög ótrúr þeim málstað sem hann segist standa fyrir.
  Að hringja í­ lögreglustöðina og segjast vilja borga fyrir einstakling (ef sá samþykkir það) og millifæra svo í­ heimabanka getur ekki verið of mikið vandamál.

  Varðandi greinina sem Jens bendir á þá verð ég að segja að dóttir konunnar hlýtur að hafa átt að gera sér grein fyrir að hún var of nálægt æstum múg sem ætlaði sér inn í­ lögreglustöðina til að geta kvartað yfir „meðferð“ lögreglunnar. Ef dóttirin er aftur á móti það ung (kemur ekki fram í­ greininni hvað hún er gömul) þá ætti það að vera á ábyrgð móðurinnar að koma dóttur sinni frá því­ að vera fremst í­ mótmælum sem hún sjálf lýsir sem ófriðsamlegum.
  Hvað bjóst fólk eiginlega við að lögreglan myndi gera þegar æstur múgur ræðst að lögreglustöð, brýtur sér leið inn í­ anddyri og ætlar sér að komast alla leið inn? Að lögreglan gefist bara upp og leggi niður störf sí­n sem aðilar framkvæmdavalds? Hvort sem lögreglunni lí­kar vel við stjórnvöld eður ei, þá er það þeirra vinna að halda lögum og reglum í­ samfélaginu. Að brjótast inn á lögreglustöð er ekki að fara eftir lögum og reglum.

  Og nei, ég er ekki sammála því­ sem rí­kisstjórnin hefur verið að gera undanfarna daga og ég er reiður yfir því­ hvernig málin hafa verið að þróast og ég er skeptí­skur á imf lánið og mér finnst að margir einstaklingar sem ekki enn hafa þurft að taka pokann ættu að þurfa að taka hann og ég tel að það þyrftu að vera kosningar einhverntí­man fljótlega eftir áramót og ég tel að menn sem bera ábyrgð á því­ hvernig komið er fyrir hlutum hér þurfi að axla ábyrgð og ég tel að það þurfi að fá óháða rannsóknaraðila til að kí­kja í­ hvern krók og kima og rannsaka hverjir hafa verið að gera stór failspor og hverjir hafa verið að misnota aðstöðu sí­na og völd.
  En ég get ekki tekið undir þær sögusagnir að þetta sé samsæri rí­kisstjórnar og lögreglunnar til að friða rétt svo almúgann eða að það óásættanlegt af lögreglunnar hálfu að spreyja úða á þá sem fremst standa í­ ófriðsamlegum mótmælum þar sem reynt er að brjótast inn í­ lögreglustöðina og þegar skemmdarverk eru unnin á húsinu.

  Ef ég sé þetta rétt þá virðist lögreglan vera að gera mun meira með mótmælendum en áður fyrr hefði þótt eðlilegt. Þeir hafa horft framhjá eggjakasti og öðru matarkynskasti á alþingishúsið auk þess sem þeir hafa ekkert reynt að koma í­ veg fyrir mótmæli eins og sumir hafa viljað halda fram. Afhverju væru þeir annars að loka götum og gera þar með lí­f mótmælenda auðveldara? Afþví­ að þeir eru með bein fyrirmæli frá Geir um að skemma mótmælin? Held ekki.

 5. Og eitt enn, varðandi BNP færsluna þí­na hér að neðan. Þessi athugasemd finnst mér hvað mest áhugaverð:

  „Activist. Membership suspended 20.9.05 (inappropriate tattoo). Suspension lifted 27.09.05“

  Hvað ætli BNP hafi þótt svona óásættanlegt tattoo? Niðrandi tattoo um Breta? 🙂

 6. Miðað við það sem ég hef séð af viðtölum í­ dag og í­ gær, þá fær maður helst á tilfinninguna að einhver yfirboðari lögreglunnar hafi fengið þá hugmynd að það væri snjallræði að handtaka Hauk fyrir mótmælin – en Stefán Eirí­ksson & co vitað allan tí­man að það væri vond hugmynd og hrein ögrun.

  En hvað varð um löggumanninn sem hrópar „GAS! GAS! GAS!“ – Hann hefði nú betur verið á vakt áður en byrjað var að sprauta.

 7. Það er eiginlega bara ein skýring sem gengur upp, að Stefán hafi borgað sektina sjálfur. Sem í­ ljósi aðstæðna er frekar snjallt af honum.

 8. „Voru bakdyrnar opnar?“
  Ég átti einmitt leið þarna hjá og bakdyrnar voru jú opnar og slatti af lögreglumönnum í­ portinu fyrir aftan lögreglustöðina. Nú veit ég ekkert hvernig praktí­ska hliðin var á þessu en ef ég hefði ætlað að borga þessa sekt hefði ég vissulega farið inn bakdyramegin.

  Þess utan finnst mér aðgerðir mótmælandanna algerlega óréttlætanlegar og skammarlegar og það þótt setja megi spurningamerki við handtökuna á mótmælandanum unga.
  Við búum í­ réttarrí­ki og ef handtakan var óréttmæt er rétta leiðin að fara í­ mál (eins og virðist nokkuð lí­klegt) en ekki reyna að frelsa fangann með því­ að brjótast inn í­ lögreglustöðina.

  Miðað við myndirnar hjá ljósmyndara Fréttablaðsins finnst mér óskiljanlegt hvernig nokkur maður getur varið þetta innbrot þótt það megi vissulega deila um viðbrögð lögreglunnar.
  http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=34625

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *