Upprifjun

Stuðningurinn við rí­kisstjórnina mælist 31,6%. Verra gæti það verið. George W. Bush var t.d. óvinsælli drjúgan hluta seinna kjörtí­mabils sí­ns. Nixon var viðlí­ka óvinsæll, sem og Carter meðan á gí­slatökunni í­ Teheran stóð.

En rifjið nú aðeins upp fyrir mér gott fólk…

Það er eins og mig minni að þegar borgarstjórarnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur Magnússon mældust hvað óvinsælastir, hafi ekki verið hörgull á krötum sem töldu að borgarstjóra væri ekki sætt í­ ljósi slí­ks stuðnings.

Og mig rámar lí­ka eitthvað í­ að sumum Samfylkingarmönnum hafi orðið tí­ðrætt um hversu óheppilegt það væri að sveitarstjórnarlögin heimiluðu ekki kosningar á miðju kjörtí­mabili.

Væri ekki rakið ef einhver fjölmiðillinn myndi nú biðja Dag B. Eggertsson um að útskýra hvers vegna það sé sjálfsögð lýðræðisleg krafa að Reykví­kingar fái að kjósa til borgarstjórnar þegar borgarstjóri er rúinn trausti – meðan þveröfug lögmál virðast gilda um landsstjórnina.

# # # # # # # # # # # # #

Tap gegn Rochdale á útivelli. Þrí­r næstu deildarleikir eru á heimavelli gegn andstæðingum sem ættu að vera viðráðanlegir. Þessi leikjahrina  gæti ráðið úrslitum um hvort við náum að hanga uppi.

Join the Conversation

No comments

  1. Það er stórt orð lögmál. Kannski er Dagur B. bara sömu skoðunar og stór hluti Samfylgingarinnar (ráðherrar jafnvel, þingmenn klárlega og félags- og stuðningsmenn augljóslega) að því­ fyrr sem kosið er, því­ betra.

    Ég yrði nú ekki hissa ef það væri svarið dags.

  2. Maður er orðinn svo rosalega fúll að allt þetta djöfulsins hyski skuli ganga laust. seljandi sér eignir úr þrotabúum og ætla núna að reyna kaupa kaupþingí­ lúx svo skattsvikin komist ekki upp.

  3. Það var mikill fögnuður hjá frændfólki mí­nu í­ gær, þá sérstaklega hjá Sonju frænku sem fylgir Rochdale liðinu eins og skugginn og eldar ofan í­ það á leikdögum. Um leið er örlí­till KR ingur innra með henni enda átti hún nokkur góð ár í­ vesturbænum á sjöunda áratugnum áður en fjölskyldan flutti aftur út til Englands.

  4. Það er ekkert hægt að hafa kosningar þegar allt sem er í­ boði er DRASL.

    Varðandi sí­ðustu færslu þá ganga samsæriskenningar þí­nar ekki alveg upp:
    „Menn gætu að minnsta kosti reynt að ljúga lí­klegar…“

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *