Brúnó

Efni: ví­sindasögunördismi

Á nýjasta hefti Sögunnar allrar er greinarkorn um „pí­slarvott ví­sindanna“, Giordano Bruno, sem brenndur var á báli árið 1600. Greinin er ekki merkt höfundi, svo erfitt er að segja til um hvort hún sé þýdd úr erlenda móðurblaðinu eða hvort skrifin séu eftir Illuga Jökulsson eða einhvern starfsmanna hans.

Söguskoðunin er ekki ný af nálinni. Hlaupið er yfir æviferil Brunos og ágreiningur hans við kirkjuna rakinn, bæði varðandi trúarleg efni og ví­sindaleg. Hamrað er á því­ að Bruno hafi aðhyllst sólmiðjukenningu í­ anda Kóperní­kusar og að það hafi átt einna stærstan þátt í­ að koma honum á köstinn.

Þessa útgáfu mátti lesa í­ flestöllum ví­sindasöguritum fram eftir tuttugustu öldinni. Vegna þess að Bruno var brenndur á báli (öfugt við t.d. Galí­leó sem fór „bara“ í­ stofufangelsi) varð hann að mikilvægum pí­slarvotti. Þess vegna þurfti að troða honum inn í­ öll rit um heimsmyndarfræði – þótt lí­til ástæða sé til að ætla að hugmyndir hans um gang himintungla hafi haft nokkur áhrif á kenningar þeirra sem á eftir komu.

Á seinni tí­ð hafa sagnfræðingar viljað draga úr mikilvægi Brunos fyrir þróun heimsmyndarinnar. Ég hef raunar ekki rekist á neitt meiriháttar verk á þessu sviði frá sí­ðustu áratugum sem vill eigna honum stóran hlut. Það er lí­ka nokkuð á skjön við annað í­ samskiptasögu kaþólsku kirkjunnar og sólmiðjusinna ef krikjan hefur farið að taka upp á því­ að brenna mann fyrir þær sakir svo snemma sem árið 1600. Höfum í­ huga að á þeim tí­ma voru rit Kóperní­kusar ekki enn komin á svartan lista og raunar alveg óljóst hvort kaþólska kirkjan bannaði þjónum sí­num að taka hugmyndir hans alvarlega.

Á hinn bóginn voru mörg dæmi að menn væru teknir af lí­fi fyrir guðfræðilegar skoðanir eins og þær sem Bruno reifaði og gekkst við. Þetta viðurkenna ví­sindasagnfræðingar almennt, að ég tel.

Og höfundur greinarinnar í­ Sögunni allri gerir sér svo sem grein fyrir þessum skoðunum, en snýr sér undan þeim með þessari klausu:

„Rétt er að taka fram að sumir fræðimenn telja að rannsóknir og skoðanir Brunos á ví­sindalegum efnum og náttúrunni hafi ekki átt mikinn og jafnvel engan þátt í­ því­ að kirkjan lét taka hann af lí­fi. Þar hafi einungis guðfræðileg álitaefni komið til. Það eru einkum kaþólskir fræðimenn sem haldið hafa þessu fram, rétt eins og þeim þyki á einhvern hátt réttlætanlegt að kirkja þeirra drepi fólk fyrir smáatriði í­ kirkjulegri kenningu. Hitt sé verra að skoðanir Brunos á náttúrunni hafi átt þátt í­ lí­fláti hans.“

Við þetta er sitthvað að athuga. Á fyrsta lagi væri rétt að skipta út orðinu „sumir“ fyrir „flestir“. Á öðru lagi er það kolrangt að þetta viðhorf sé bundið við kaþólska fræðimenn. Og í­ þriðja lagi er útilokað að fallast á þá röksemdafærslu að með því­ að sagnfræðingur komist að þeirri niðurstöðu að dauðadómurinn hafi fyrst og fremst byggst á guðfræðilegum ágreiningi, sé viðkomandi fræðimaður um leið að viðurkenna réttmæti dómsins.

Auðvitað var illa farið með góðan dreng að brenna félaga Bruno – en það gerir hann ekki sjálfkrafa að „pí­slarvotti ví­sindanna“.