Góður dagur

Það stefnir í­ góðan dag. Á dag munu Grænlendingar nefnilega að öllum lí­kindum samþykkja aukna sjálfstjórn sér til handa og stí­ga stórt skref í­ átt til pólití­sks sjálfstæðis. Því­ hljóta allir góðir menn að fagna.

Ég hef margoft áður bent á hversu slök frammistaða það er hjá okkur Íslendingum að Háskóli Íslands skuli ekki bjóða upp á neina kennslu í­ grænlensku og færeyskunám bara með höppum og glöppum. Auðvitað ætti skólinn að bjóða uppá tvær 30 eininga námsbrautir þar sem kennd væru tungumál, saga og menning þessara tveggja þjóða.

Minna má það nú varla vera.

# # # # # # # # # # # # #

Á hádeginu verð ég fundarstjóri hjá Sagnfræðingafélaginu á mjög áhugaverðum fyrirlestri. Óttar Guðmundsson ætlar að ræða fordóma gagnvart geðsjúkum á liðinni öld. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 í­ sal Þjóðminjasafnsins.

# # # # # # # # # # # # #

Luton – Brentford í­ kvöld. Ef þessi leikur tapast er staðan orðin býsna skuggaleg.

Join the Conversation

No comments

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *