Þessu má nú ekki missa af:
Minnt er á fjáröflunarmálsverð og fullveldisfögnuð SHA í Friðarhúsi í kvöld, föstudagskvöld.
Â
Matseðillinn verður venju fremur glæsilegur, enda um hálfgert jólahlaðborð SHA að ræða.
Â
Guðrún Bóasdóttir (Systa) eldar. Matseðillinn er á þessa leið:
Â
– Heimalöguð sænsk jólaskinka með karöflusalti, gulrótar appelsínusalati og sinnepssósu
Â
– Heimagerð lifrakæfa (verður borin fram heit) og heimagert rúgbrauð
Â
– Reykt nautatunga með piparrótarrjóma
Â
– Karrýsíld
Â
– Tómatsalsasíld
Â
– Fyrir þá sem ekki borða kjöt verður hnetusteik á boðstólum
Â
– Kaffi og smákökur
Â
Borðhald hefst kl. 19:00 en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Verð kr. 1.500.
Â
* Hörður Torfason mætir og les úr nýútkominni ævisögu sinni, sem rithöfundurinn Ævar Örn Jósepsson hefur skráð. Hörður hefur sem kunnugt er staðið í ströngu undanfarnar vikur sem skipuleggjandi fjöldafunda og -mótmæla.
Â
* Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir mun kynna nýjustu skáldsögu sína.
Â
* Hjálmar Sveinsson mun ræða og sýna heimsmynd listamannsins og herstöðvaandstæðingsins Gylfa Gíslasonar, en Hjálmar hefur nýverið gefið út bók um líf og störf Gylfa.