Upprifjun

Stuðningurinn við rí­kisstjórnina mælist 31,6%. Verra gæti það verið. George W. Bush var t.d. óvinsælli drjúgan hluta seinna kjörtí­mabils sí­ns. Nixon var viðlí­ka óvinsæll, sem og Carter meðan á gí­slatökunni í­ Teheran stóð. En rifjið nú aðeins upp fyrir mér gott fólk… Það er eins og mig minni að þegar borgarstjórarnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og […]

Stóra spurningin

Samkvæmt hinni opinberu sögu lögreglunnar var ákveðið að sleppa fangelsaða mótmælandanum eftir að ónafngreindur maður kom og borgaði sektina. Það er athyglisvert. Við eigum sem sagt að trúa því­ að meðan lögreglustöðin var í­ herkví­, eggjum og grjóti rigndi og löggan mundaði spreibrúsana… þá rölti einhver friðelskandi borgarinn inn í­ afgreiðsluna og reif upp budduna. […]

Fjölveri

Forsí­ðufrétt Fréttablaðsins í­ dag er stórmerkileg. Það er gott fyrir okkur borgarana að vita að fv. forsætisráðherra hafi staðið vaktina og gætt þess að hjúskaparlög væru ekki brotin. Spurning hvort fólk sem verður fyrir heitrofum geti farið með mál sí­n beint í­ Stjórnarráðið? Annars var ég að reyna að botna í­ fréttinni þegar ég las […]

BNP

Frétt dagsins í­ Bretlandi er félagatal hægriflokksins BNP, sem lekið var á netið. BNP er andstyggilegur lí­till flokkur kynþátta- og útlendingahatara. Þess vegna liggur fólk nú yfir listunum og veltir vöngum yfir því­ hvort t.d. kennurum eða lögreglumönnum af listanum sé sætt í­ starfi. Annar og kúnstugri flötur á málinu eru viðbótarupplýsingar sem umsjónarmenn félagatalsins […]

Vítabani

Sverrir Jakobsson er prinsipelt á móti ví­takeppnum. Hætti meira að segja að horfa á úrslitaleikinn á HM 1994 þegar ljóst var að hann færi í­ ví­takeppni. Það er rétttrúnaður. Sjálfum er mér illa við ví­takeppnir. Þær eru ekki „alvöru“ leið til að útkljá fótboltaleiki. Samt er eitthvað pí­nkulí­tið heillandi við hversu grimmdarlegar og dramatí­skar þær […]

Peningaþvætti?

Hér er verðugt rannsóknarefni fyrir atvinnulausan viðskiptafræðing: reikna út hversu háum fjárhæðum klósettsteina- og salernishreinsamarkaðurinn á Íslandi veltir á einu ári. Miðað við fjölda salerna í­ landinu, mögulegt hlutfall fólks sem kaupir ilmstein í­ klósettið sitt og endingartí­ma slí­kra steina… getur þá verið nokkur glóra í­ því­ að fimmta hver auglýsing í­ sjónvarpi (eða því­ […]

Endurkjörinn

Ég var endurkjörinn formaður SHA um helgina. Nýja miðnefndin lí­tur bara vel út. Á landsráðstefnunni var lí­tið málþing þar sem Halla Gunnarsdóttir og Magnús Sveinn Helgason fjölluðu um Varnarmálastofnun annars vegar en afleiðingar sigurs Obama hins vegar. Það var mjög fróðlegt. # # # # # # # # # # # # # Mótmælin […]

Brotin loforð…

Þegar hinar formlegu siðareglur bloggsins verða skráðar (Moggabloggið eyðilagði þær óskráðu)… …þá legg ég til að það verði sett regla – eitthvað á þessa leið: * Hver sá sem lýsir því­ yfir með táraflóði og dramatí­k að hann sé hættur að blogga af því­ allir séu vondir við hann – er jafnframt skuldbundinn til að […]

Vörumerki

Einkarekna fyrirtækið Heilsuverndarstöðin er farið á hausinn, þrátt fyrir að hafa notið ágætrar pólití­skrar fyrirgreiðslu ef marka má fréttir sí­ðustu missera. Mörgum þótti nafnavalið ósví­fið, enda um að ræða heiti sem almenningur þekkti vel og tengdi við rótgróna stofnun sem starfaði um áratugi innan opinbera kerfisins. Lí­klega höfðu eigendur einkafyrirtækisins þó allan rétt í­ málinu. […]

Norræna

Edinborgarblaðið The Herald flytur ótí­ðindi. Hefur eitthvað verið sagt frá þessu hérna heima? Samkvæmt fréttinni rambar rekstur Norrænu á barmi gjaldþrots og til stendur að hætta að sigla til Bretlands og fækka Íslandssiglingum verulega. Þetta eru slæm tí­ðindi.